Jörð - 01.06.1942, Side 48
Arnór Sigurjónsson:
BÓKMENNTIR OG LISTIR
BÆKUR 1941
MIKIL bókaútgáfa þótti hér á landi 1940. Þó var hún mun
meiri síðastliöið ár, fleiri hækur út gefnar, og voru þó sum-
ar þeirra stórar. Bækur voru lika yfirleitt gefnar út i fleiri
eintökum 1941 en nokkru sinni fyrr. Bóksala varð svo mikil, að
aldrei hefur þvílík orðið. Gamlar bækur hurfu af markaðinum,
hver af annarri, af þvi að upplagið þraut, og nýjar bækur, sem
út voru gefnar, i þúsundum eintaka, seldust sumar upp áður en
árið var liðið.
Ekki er rétt að blekkja sig á því, að þetta stafi af auknum bók-
menntalegum áhuga einum saman. Hitt mun heldur, að j)að stafi
að mestu eða öllu leyti af öðruin ástæðum. Mestu hefur um jjetta
ráðið það, að hér hefur verið meiri kaupgeta en nokkru sinni fyrr;
að þeirri kaupgetu hefur verið þrengt á ýmislegan veg, en þó hefur
hún fengið auðveldlega framrás í bókaútgáfu og bókakaupum. Þó
hefur sú takmörkun verið á bókakaupum, að bækur frá Norðurlönd-
um hafa verið ófáanlegar, og enda þótt menn hafi i þess stað átt kost
enskra bóka, hafa ekki allir verið við þvi búnir, að láta þær verða
sér að sömu nytjum. Því hafa íslenzkar bækur komið mönnum
að miklu leyti í stað Norðurlandabóka.
Við þetta hefur svo bætzt það, að því er líkast, að menn hafi allt
i einu uppgötvað það hér á landi, að bækur hefðu fjármunalegt
gildi. Margir hafa tekið að safna bókum, af þvi að þeir hafa þótzt
sjá, að fjármunir væru þannig örugglega geymdir, og gætu borið
góða vöxtu, ef vel væri til bókasafna efnað. En til þess þurfa menn
að vera vel á verði um verðgildi bóka. Verðgildið getur hinsvegar
verið allt annað en bókmenntagildið. Þannig getur einstök bók í
safni — og það jafnt sú lélegasta sem bezta í safninu — komizt i
afarverð fyrir það eitt, að hún er sjaldgæf, en menn vilja eiga
safnið allt. Þess má t. d. geta, að menn eru nú teknir að gefa allt
að 800 kr. fyrir góð eintölc af öllum ritum Halldórs Kiljans Lax-
ness, og þeir, sem eiga rit hans að einu undanteknu, eru vísir til
að bjóða fyrir það of fjár, ef það er sjaldgæft, til þess að hin ritin
fái fullt gildi. En er menn taka svo að safna ritum einhvers höf-
undar, er sala á nýrri bók frá hans hendi fyrirfram tryggð.
Þetta ástand er nýtt og getur reynzt valt. Það er mönnum ljóst.
40 JÖBÐ