Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 88
yards hlaup 11.0 sek. (Samsvarar um 11.8 sek. á 100 m. — 640 st.).
% enskrar mílu (804% m.) hlaup 2 mín. 13 sek. (Samsvarar um
2 mín. 12 sek. á 800 m. — 570 st.). 1 mílu hlaup 4 min. 50 sek.
(Samsvarar um 4 mín. 30 sek. á 1500 m. — 621 st.). Hástökk 5 fet
3 þuml. = 1.60 m. — 563 st. Langstökk 19 fet 7 þuml. = 5.97 m. —
550 st. Þrístökk um (tæp) 40 fet = 12.19 m. — 547 st. í öðrum
sambærilegum greinum var ekki keppt, t. d. engu kasti, enda eru
þau ekki almennt á brezkum leikmótum, að undanskildu kúluvarpi,
s'em er nokkuð algengt. Á Akureyrarmóti setuliðsins þar voru færri
greinar sambærilegar, og voru afrek sigurvegaranna ennþá lélegri,
t. d. hástökk 5 fet rétt = 1.52% m. — 487 st., langstökk 17 fet 10
þuml. = 5.43 m. — 431 st. En í kúluvarpi náðist bezti árangur
Breta hér á landi, 44 fet 2 þuml. = 13.47 m. — 762 st.; er það ágætis-
afrek, sem næst sjaldan nema af vel æfðum sérgreinamönnum.
Það verður að teljast Bretunum i óhag — litillega þó — að þeir
kepptu ekki á gaddaskóm, en það getur ekki hafa valdið neinum
verulegum mun á afrekum þeirra, eftir aðstæðum, að dómi allra,
er reynslu hafa í þessu efni. Hefði vissulega mátt vænta, að betra
úrval iþróttamanna væri i svo fjölmennum hóp ungra og fullæfðra
hermanna í liði þeirra, þvi gera má ráð fyrir, að beztu menn þeirra
hér á landi hafi komið þarna fram, — innbyrðis keppni var mikil
og auðsæ, — jafnvel ])ótt þeir hefðu ekki fengið tækifæri til full-
kominnar • sérgreinaþjálfunar undir mót sín.
Aðrir erlendir iþróttamenn, sem keppt hafa á íslenzkum vett-
vangi, eru danski hlaupameistarinn Albert Larsen, er keppt hér á
17. júní leikmótinu 1935. Hann keppti í 400 og 800 m. hlaupum
og náði 53.3 sek. á fyrri vegal., en 2 min. 4.2 sek. á hinni siðari.
Hann var þá ekki lengur upp á sitt bezta, en þó bezti maður líér
á landi það sinn. 1937 kom hingað flokkur sænskra iþróttamanna,
fyrir atbeina Iv.R. Náðu sumir þeirra ágætum árangri og betri en
íslenzkir íþróttamenn, en aðrir stóðu okkar mönnum ekki á sporði.
Bestum árangri náði Nils Wedberg á 100 m., er hann hljóp á 10.9
sek. (872 st.) i aukahlaupi. (Þessi tími er jafn islenzka metinu, er
Sveinn Ingvarsson liljóp þrem sinnum á sama tíma siðar, og er því
eitt öruggasta met okkar). Oscar Bruce — einn af beztu hlaupur-
um Svía — hljóp 800 m. á 1 mín. 59.1 sek. (818 st.) og 1500 m. á
4 mín. 8 sek. (830) st.), sem hvorttveggja er aðeins betra en ísl. metin
— 2:00.2 mín. og 4:11 min. Svíinn Green varpaði kúlunni 13.92 m.
(808 st.). Þetta eru beztu afrek útlendinga, sem keppt hafa við
hérlend afreksskilyrði, og er óhætt að segja, að íþróttamenn okkar
standast vel samanburðinn, þó sérgreinaflokkar þeir, sem Svíarnir
unnu heztu afrek sín i spretthlaup og millivegalengdir — hafi
verið með lakara móti í sumar.
Auk þessara útlendinga, sem k e p p t u hér, var hér sænskur
86 jörð
«