Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 33
skilyrði Islendinga, er ég ekki í vafa um, liverju hann hefði
svarað. Fyrst-liefði hann nefnt mál þeirra. Næst á eftir liefði
liann ef til vill nefnt kvngöfgi þjóðarinnar, fegurð landsins
og náttúrugæði þess. í því efni liafði hann sömu skoðun og
Jónas Hallgrímsson, sem leit svo á, að fegrun málsins væri
grundvöllur allra menningarlegra og verklegra umbóta í
Tandinu, svo ólikir sem þeir þó liafa verið að öðru leyti. Það
er torveldara að gæta fengins fjár en afla þess, og á það ekki
síður við um andleg verðmæti en veraldleg. Málið er ímynd,
aflvaki og verndari alls hins bezta, sem .vér eigum:
„Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins,
án þess glatast metnaður landsins“.
F TIL VILL hugsa nú einhverjir lesenda minna: Hvað
ertu annars að fara, vinur? Ertu undir rós oss að
segja til syndanna? Ert þú liætishóti betri sjálfur? Hvað
ert þú að rita um Einar Benediktsson? Ifvorki er það á þínu
ué okkar færi að fara í fötin bans. Það eru ekki allir fæddir
til þvílikra afreka sem hann. Ég veit, að svona athugasemdir
nnmi gerðar og aðrar meiri. Ég fellst á réttmæti þeirra.
Þessu svara eg þannig: Þó að eg kunni að segja einhverj-
nm til syndanna, þá sýkna ég ekki fremur sjálfan mig en þá.
Ég rabba við yður, lesendur mínir, eins og samseka jafn-
ingja mína. Ég segi samseka, því að öll erum vér samsek í
þvi að misbjóða fegursta sameiginlega fjársjóðnum, sem
vér eigum, „eina gagnsgrip þjóðarinnar“, eins og Bjarni
Thorarensen kallaði íslenzka tungu. Og því fer fjarri, að eg
œtli að beimla það af neinum, að liann stæli Einar Bene-
diktsson, því að það væri óviturlegt.
Ég þykist vita, að margur lesandi liugsi á þessa leið: Getur
þú ekki fundið eitthvert tímábornara umræðuefni? Landið
er að mestu ónumið og náttúrugæði þess lítt notuð. Ógnir
styrjaldarinnar steðja að úr ýmsum áttum, svo að hungurs-
neyð getur orðið fyrir dyrum eða lífshætta af völdum hern-
aðaraðgerða. Og svo ætlar þú að fara að kenna oss að tala!
Ælli þú hefðir ekki getað valið þér eitthvert þarfara málefni
til meðferðar!
J ÖRD 31