Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 23
eimreiðin
Við þjóðveginn.
ísland 1932
(stutt yfirlit).
_____ 21. marz 1933.
Árið 1932 er mjög lærdómsríkt fyrir afkomu og hag þjóðar-
'nnar. Hingað til hefur afkoman uerið talin velta aðallega á
Sjöfum náttúrunnar til lands og sjávar. En árið sem leið
sannar, að þetta er nú ekki lengur einhlítt. Tíðarfar var í
hagstæðara lagi, og afrakstur mikill til sjávar og sveita.
Verzlunarjöfnuðurinn við útlönd varð einnig hagstæður, eins
°2 síðar verður nánar vikið að. Samt hefur mjög þrengt að
r-., . um afkomu manna, einkum bænda, af því að
kreppa. þeir ekki þolað verðfallið af völdum við-
skiftakreppu þeirrar, er gengur yfir heiminn.
Hefur verðfallið komið harðast niður á landafurðum. Markað-
urinn fyrir aðalframleiðsluvöru vora, sjávarafurðir, var og fyrri
Part ársins í allmikilli óvissu, varla reyndar meiri en oft áður,
en úr því rættist þegar kom fram á sumarið. Nú mun verðið
a fiski ekki vera Iægra en sem samsvarar verðlagi á erlend-
vörum. Ef alt væri með feldu og vér hefðum staðið betur
a eigin fótum, ætti frekar að vera góðæri en kreppa hér á
landi. Heimskreppan lýsir sér einkum í því, að þjóðirnar geta
alls ekki losnað við nema nokkurn hluta af framleiðslu sinni.
Hyrir nokkru var þess getið í þýzku hagfræðiblaði, að þrátt
fYrir hina miklu framleiðslu hafi milliríkjaverzlun minkað að
vörumagni um helming við það sem áður var, og verðið þar
aö auki stórlækkað. En vér íslendingar höfum þá sérstöðu,
að vér seljum enn alla framleiðsluna — auðvitað líka á lækk-
uðu verði — en þetta lækkaða verð ætti þó ekki að saka
svo mjög, ef alt annað lækkaði hlutfallslega, og er þá ekki
fyrst og fremst átt við venjulegt verkakaup, heldur og hinn
9ífurlega opinbera kostnað og það, að erlendu lánin, sem á
°ss hvíla, hafa ekki lækkað, heldur fara þau jafnt og þétt
hækkandi, og varð árið sem leið þar ekki undantekning.