Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 128
108
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
Nei, hann var ekki faðir Ginevru. I æðum hans rann ekki
sama blóðið og í æðum þessarar skepnu, sem hefur verið mér
svo vond.
Hversu oft hef ég ekki hugsað með órórri og óseðjandi
forvitni um rétta pabbann, ókunna, nafnlausa manninn? Hver
gat hann verið? Vissulega ekki alþýðumaður. Líkamsfegurð,
að vissu leyti töfrandi, ýmislegt í látbragði, sem benti á með-
fæddan yndisþokka, grimd hennar og undirferli, alt þetta benti
á, að í henni rynnu nokkrir dropar af höfðingjablóði, enn-
fremur meðfædd hneigð til nautna, alveg sérstakt lag á að
særa og kvelja hlæjandi, og það hve hún fékk fljótt viðbjóð
á öllu. — En hver var faðirinn? Ef til vill einhver spiltur
öldungur eins og Aguti markgreifi. Ef til vill kirkjunnar
maður, einn þessara kvensömu kardínála, sem áttu krakka í
hverju húsi í Róm?
Hversu oft hef ég ekki hugsað um það! Stundum hefur
hugmyndaafl mitt líka skapað sér mynd af manni með á-
kveðnum einkennum, en ekki óljósum og breytilegum, mann
með sérstökum svip, mann, sem lifað hafði taumlausu lífi.
Ginevra hefur vafalaust vitað, eða að minsta kosti fundið,
að engin blóðbönd tengdu hana við eiginmann móður hennar.
í sannleika hef ég aldrei getað séð bregða fyrir ástúð eða
meðaumkun í augum hennar, þegar hún festi þau á þessum
ógæfusama manni. Þá birtist þvert á móti í þeim kæruleysi
og oft viðbjóður, fyrirlitning, andstygð, jafnvel hatur.
Ó! augun hennar! í þeim birtist alt, í þeim birtist of margt
og fjarskylt í einu, svo að ég botnaði ekkert í þeim. Stund-
um varð þeim litið af tilviljun í augu mín, og þá var í þeim
eins og glampi af hörðu, tindrandi stáli. En svo var skyndi-
Iega eins og hvítleit slæða væri dregin fyrir þau, og þau voru
ekki lengur hörð. Hugsið yður, herra, hnífsblað, sem hefur
verið andað á.
Nei, ég get ekki sagt yður frá ást minni. Enginn mun
nokkru sinni vita, hve mikið ég hef elskað hana — enginn.
Sjálf hefur hún aldrei vitað það. Hún veit það ekki nú. En
ég veit ósköp vel, að hún hefur aldrei elskað mig, ekki einn
einasta dag, ekki eina klukkustund, jafnvel ekki eitt augnablik.
Eg vissi það frá byrjun. Ég vissi það, þegar hún horfði á