Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 29
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 9
staðakoti að Saurbæ og Ferstiklu. — Stærsta endurbótin á
símakerfinu var sjálfvirka miðstöðin í Reykjavík, sem opnuð
var til afnota 1. dezember síðastl. Sparar hún allar upphring-
■ngar á bæjarmiðstöðina, en hver notandi getur sjálfur sett
s>9 í samband við hvaða númer, sem ekki er á tali, í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Húsasmíðar voru mjög litlar á árinu, miðað við undanfar-
andi ár, og ekki sagðar horfur á að þær aukist á yfirstand-
andi ári. Stærsta húsið, sem unnið var að, var Þjóðleikhúsið.
Stendur það nú fullreist, en hitt er eftir að vita, hvenær efni
°9 ástæður leyfa, að það verði fullgert.
Mannfjöldi á landinu í ársbyrjun 1932 taldist vera 109,719,
°9 er það um 1000 manna aukning frá því í ársbyrjun árið
Mannf id' &\xt. Þessi aukning er með minna móti, en
1932. '0 ' líklega hefur meira orðið eftir ótalið en árið
áður, er aðalmanntal fór fram. I Reykjavík, með
Skildinganesi, voru íbúar 29,477. Þorpið Skildinganes við
Skerjafjörð var sameinað Reykjavík í ársbyrjun 1932.
Af þessu stutta yfirliti má ráða nokkuð um hag vorn og
ástæður á liðna árinu. Nýtt ár er nú tekið við. Vfir landið
hefur gengið góðviðri og hretviðri, gróður og frerar, verð-
hrun og vond afkoma, versnandi kjör og lamandi rýrnun á
ýmsum sviðum, þjóðmálastímabrak og valdatogstreitur, flokka-
drættir og deilur, sem jafnvel hafa komist það langt að snú-
ast í vopnaviðskifti, svo sem hinn eftirminnilega dag 9. nóv.
síðastl., er fámenn lögregla höfuðstaðarins var barin niður,
°9 fjöldi manna varð fyrir alvarlegum meiðslum. Urðu at-
burðir þeir enn ein sönnun þess, sem áður hefur verið bent á
hér í ritinu, hve framkvæmda- og löggæzluvald ríkisins er
veikt, ef nokkuð út af ber. — En þótt skuggar liðna ársins
bafi verið dimmir, ætti að geta orðið bjartara yfir nýja árinu,
Nýja ár'ð Þar sem enn sera ra® fynr a^ ný s*e^na
°3 framtíðin Ver®' UPP *e^m' sv0 a® ^1°*' ekki s°fancb
að feigðarósi. — Um allan heim eru tímarnir
erfiðir og ekki sízt hjá smáþjóðunum, því þær eiga minsta
von um að fá nokkursstaðar hjálp að, aðra en þá sem jafnan