Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
UM VÉLVELDI
27
sírauminum, en þar kemur, sem fyrirsjáanlegt var, að skuldin
hlaut loksins að vaxa með meiri hraða en framleiðslan sjálf.
er komið að því, að ekki er einu sinni hægt að halda
skuldinni við (engum heilvita manni kemur til hugar að heims-
skuldirnar verði nokkuru sinni greiddar), og þá er loks komið
að leikslokum — að hleypt er í strand.
Os þar er setið í dag.
V.
Aðalaíriði alls þessa máls er, að verð-kerfinu verður ekki
haldið uppi nema menn fái kaup fyrir vinnu sína, sem svo
se varið til þess að kaupa og notfæra sér íramleiðsluna. En
öll sólarmerki benda í eina og sömu átt, að mannkraftarins
se ekki að verða lengur þörf. Stóriðjulöndin eru þegar komin
lnn í þag tímabil, sem vel mætti bera hið snjalla nafn Sigurðar
Einarssonar: Járnöld hin nýja. Og smáiðjulöndin fara á eftir.
Og þó væri ef til vill enn réttara að kenna hinn nýja tíma
v|ð orkuna og nefna Aflöld. Því að orkan er fyrst og fremst
e>nkenni hins nýja tíma. Sú þjóð, sem orkuna á, getur breytt
henni í siðmenningu og fágað líf, — hún ein, eins og komið
er- Hinar meiri háttar þjóðir eiga nú svo skilyrðislaust alt
nndir orkugjöfunum komið, að ef tæki fyrir orku kola, olíu,
rafmagns og vatns, þá félli hin veglega bygging saman, svo
að segja í einni svipan. En hitt er víst, að engin verðmæti
menningarinnar eiga svo að segja neitt undir verð-kerfinu
^omið. Sannleikurinn er, að því er líkast sem þar sé verið
að handleika sprengiefni. Bankamenn og fésýslumenn eru að
Potast með fleyga inn í samsetta og viðkvæma vél þjóðlífsins,
aem ^eðal annars hefur öll skilyrði til þess að létta af mann-
yninu bölvuninni, sem á því hefur hvílt frá Adams dögum —
ölvuninni að þurfa að drekkja lífi sínu í striti. Ólán þeirra
manna, sem fara með fjárvöldin í heiminum, er ekki í því
0 9ið, að þeir séu illir menn eða öðrum óvinveittir. Ólán
Peirra og þar meg þjóðanna er, að þeir eru að burðast með
P^skiftakerfi, sem tilheyrir öðru tímabili mannkynssögunnar.
n9inn stór-bankari heimsins getur bætt þumlungi við þekk-
ln2Una á því, hvernig beizla eigi orku náttúrunnar né hvernig
SKYnsamlegt sé með hana að fara.