Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN
Þáttur úr alheimslíffræði.
Þegar miðað er við allan aldur mannkynsins, þá er ekki
'an9t síðan menn ímynduðu sér að jörðin væri mestallur
heimurinn, en sól tungl og stjörnur einsog smávegis við-
aukar, settir á himininn til að lýsa jörðunni. Menn héldu að
hirnininn með sólunni og öllum stjörnunum snerist í kring um
lorðina, og hinn rétti skilningur á þessu kom seint fram og
Var lengi að ryðja sér til rúms. Nú vita þó allir, sem nokkra
U'entun hafa hlotið, að jörðin er ekkert annað en lítil stjarna,
sem svífur í geimnum ásamt ótölulegum grúa annara hnatta,.
°S þótt langflestar af þeim stjömum sem vér sjáum, séu
sólstjörnur, þ. e. líks eðlis og sól vor, þá má telja víst að
afarmargar jarðstjörnur séu til, sem öðrum sólum fylgja, þó
að allar eða allflestar felist þær sjónum vorum — eða réttara
Sa9t fjarsjám og myndavélum stjörnufræðinganna - enn
Setn komið er. Liggur þá nærri að spyrja, hvort ekki muni
Vera til lifandi verur og jafnvel mannkyn, víðar í alheimi en
a vorri jörð. Um þetta efni hafa margar bækur verið skrifaðar,.
einkum á þessum síðustu 2—3 áratugum, en þær snúast all-
estar um það að íhuga hvaða skilyrði þurfi til þess að lifandi
uerur þrífist á einhverjum hnetti, og hvort gera megi ráð fyrir
larðstjörnum, þar sem slík skilyrði eru fyrir hendi. En jafnvel
Peir> sem telja afarlíklegt að svo sé, hafa þó litla eða enga
v°n haft um að geta kynst lífinu á bygðum stjörnum, a. m. k.
utan vors sólhverfis, vegna þess hvað fjarlægðirnar í geimnum
eru geysimiklar. En raunar sýnir nú saga vísindanna, að
Vnuslegt það sem talið var vonlaust um eða vonlítið, hefur
P° tekist, og það jafnvel einmitt um það leyti er spáð var
?®m hraklegast fyrir framförum í þá átt, eða þá skömmu síðar.
atmig kom á Þýzkalandi, seint á 17. öldinni út bók, þar sem
PVl var haldið fram að það væri mannlegum skilningi ofvaxið
af.. V**a ^vernÍ9 stæði á flóði og fjöru, en þá var þó fyrir
°mmu komið út á Englandi rit, sem gerir grein fyrir þessu