Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 126
106
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
hans, og ég er gramur. »Hann hefur áreiðanlega úrið í vasan-
um‘, hugsa ég. »Eg verð að neyða hann til þess að skrifta, að
iðrast, að skila aftur hlutnum, sem hann hefur stolið. Eg
verð að sjá hann gráta af iðrun«. En mig brestur kjarkinn.
Ég sagði:
»Við skulum fara«.
Við fórum. Seki maðurinn staulaðist hægt niður stigann á
eftir mér. Hvílík eymd! —
Þegar við vorum komnir út á götu, spurði hann mig með
hvíslandi röddu:
»Þú heldur þó ekki að það sé ég, sem hef tekið það?«
»Nei, nei«, svaraði ég, »tölum ekki meira um það«.
»Mér þykir þetta leiðinlegt, af því að það var minjagripur
frá föður mínum sáluga*, bætti ég við augnabliki síðar.
Ég tók eftir því, að hann hreyfði sig eins og hann hefði
ætlað að taka eitthvað upp úr vasa sínum. En hann gerði
það ekki. Við héldum áfram leiðar okkar.
Stuttu seinna sagði hann upp úr þurru við mig:
»Viltu leita á mér?«
»Nei, nei. Við skulum ekki tala meira um það. Verið þér
sælir. Ég skil við yður. Ég hef mikið að gera í kvöld*.
Og ég snéri við honum bakinu, án þess að líta á hann.
Hvílík eymd!
Ég sá hann ekki aftur næstu daga. En að kvöldi hins
fimta dags, kom hann inn í herbergi mitt. Ég sagði, alvar-
legur á svipinn:
»Nú! Það eruð þér?«
Og ég fór aftur að skrifa, án þess að segja eitt orð frekar.
Eftir stundarkorn hafði hann kjark í sér til að spyrja:
»Hefurðu fundið það?«
Ég gerði mér upp hlátur og hélt áfram að skrifa.
Hann þagði lengi, því næst sagði hann:
»Ég hef ekki tekið það«.
»]æja, jæja. Það er gott. Ég veit það. Eruð þér alt af að
hugsa um það?«
Þegar hann sá að ég sat kyr við borðið, þá sagði hann
eftir þriðju þögnina:
»Vertu sæll!«