Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 134
114 .
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
við yður um hana. Það væri sama sem þér neydduð mig til
þess að tyggja eitthvað ramt, ákaflega ramt, sem myndi leiða
mig til bana. Sjáið þér ekki hvernig munnur minn kiprast,
þegar ég tala?
Kvöld eitt, hér um bil tveim mánuðum eftir að við gift-
umst, fékk hún í nærveru minni ónotakast, það leið hálfgert
yfir hana. . . Þér skiljið, það var þetta venjulega fyrirbrigði.
Og ég, sem hafði beðið í leyni, skjálfandi af eftirvæntingu,
eftir því að þetta tákn kæmi í ljós, þessi fullnæging á minni
heitustu ósk, þessi óendanlega gleði í eymd minni, ég féll á
kné, eins og ég hefði séð kraftaverk gerast. »Var það satt?
Var það satt?« ]á, hún sagði að það væri, hún staðfesti það.
Hún gekk með nýtt Iíf.
Þér getið ekki skilið mig. Jafnvel þó þér væruð faðir, gæt-
uð þér ekki skilið þá áköfu geðshræringu, sem greip sál
mína. Gerið yður í hugarlund, herra, gerið yður í hugarlund
mann, sem þjáðst hefur öllum þeim kvölum, sem hægt er að
þjást, mann, sem öll grimd annara manna hefur ráðist misk-
unarlaust á og án þess að gefa honum stundargrið, mann,
sem enginn hefur elskað og samt sem áður á í hjarta sínu
fjársjóði blíðu og góðvildar, ótæmandi fjársjóði, sem hann gæti
miðlað úr. Gerið yður í hugarlund, herra, eftirvæntingu þessa
manns, sem bíður eftir veru, sem er blóð af hans blóði, bíð-
ur eftir syni, lítilli, fíngerðri blíðri veru, ó! óendanlega blíðri,
sem hann gæti látið elska sig . . . elska sig . . . skiljið þér
. . . elska sig!
Ég man eftir því, að þetta var í septembermánuði. Það var
á einum af þessum lygnu, gullnu, dálítið dapurlegu dögum
. . . þér kannist við það . . . þegar sumarið er að kveðja.
Alt af, sífelt dreymdi mig um hann, um Ciro —.
Sunnudag einn rákumst við á Doberti og Questori á Pincio1)-
Báðir sýndu Ginevru mikið dálæti, og þeir slógust í förina
með okkur. Ginevra og Doberti gengu brátt á undan, en við
Questori drógumst aftur úr. I hvert skifti, sem þau tvö a
undan stigu til jarðar, þá var eins og stigið væri á hjarta mér.
Þau töluðu ákaft og hlógu bæði í einu. Menn snéru sér við
1) Falleg hæÖ, nálægl Róm.