Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 88
EIMREIÐIN
Launakjör og lífsbarátta.
Vitur maður hefur sagt, að drottinn
allsherjar muni betur geta umborið skáld-
skap, sem gleður og græðir, en sannleika,
sem hrellir og hræðir. — Ekki er það
svo að skilja, að ég sé skáld; en blöð
og útvarp hafa nú á annað ár haft
kreppuna að umtalsefni — svo að segja
daglega. Og þrátt fyrir allar þær upp-
lýsingar, henni viðvíkjandi, hefur henni
ekki enn létt, og ekki fyrirsjáanlegar
líkur fyrir því, að svo verði á næstunni.
Allar ræður, ráðstefnur og blaðaskrif, virðast litlu hafa áorkað
öðru en því að gera sjóinn úfnari en áður. Enginn hefur enn
bent svo á orsakir, að fjöldinn viðurkenni, og á meðan ekki
fæst viðurkenning fyrir orsökinni, er tæplega hægt að búast
við lækningu. Kreppan er í augum fjöldans eins og vindurinn,
sem menn vita ekki hvaðan kemur eða hvert fer. En bjarg-
ráð í ofviðri liggja ekki í því að fárast yfir veðrinu, heldur í
því að haga sér skynsamlega. — Fjöldinn er orðinn svo upp-
tekinn af umhugsun um kreppuna, að jafnvel þeir, sem hún
hefur ekki enn komið við, hafa »ástæðu til að kvarta«. Kaup-
menn þurfa að fá afnumin innflutningshöft, svo þeir geti verzl-
að meira; atvinnurekendur vilja fá lækkuð laun verkamanna,
aflétt sköttum og tollum, og bólað hefur á þeirri skoðun, að
ríkisstyrks þurfi til útgerðar; verkamenn þurfa að fá atvinnu
og sjá sjaldan annað ráð en að ríkið geri út eða reki atvinnu,
og þöglasta stéltin, bændur, er farin að halda fundi og hrópa
á ríkið til hjálpar. Eigi er heldur nærri laust við urg meðal
embættismanna, svo að þeirri hugsun skýtur jafnvel upp, að
þeir hafi »mist spón úr aski« við lækkun dýrtíðaruppbótar!
— Það er eins og ríkið sé alt af að vaxa, en mennirnir að
minka. Það er ákallað rétt eins og það væri einhver hjálpar-
vera á annari stjörnu, sem hefði endalausar skyldur við