Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 137
eimreiðin HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO 117
bergið. Það lá líka á einum stólnum sveigur úr eilífðarblóm-
Hann var með svartan borða. Ginevra og móðir hennar
ahu að fara með hann á gröf einhvers skyldmennis úti í
Campo Verano. — Hvílíkt minni, hugsið þér. — ]á, núna hef
ég hræðilegt minni.
Hlustið á! Hún var að éta einhvern ávöxt. Hún át hann
með þessari ósiðsömu nautn, sem birtist í hverju, sem hún
gerði. Hið mikla kæruleysi hennar hafði aldrei þjáð mig eins
m,kið og þennan dag. Aldrei hafði mér verið eins Ijóst, að
kún var alls ekki mín, að aldrei myndi ég geta notið réttinda
asHr minnar hjá henni. Og ég starði í sífellu á hana.
Kemur það aldrei fyrir yður, þegar þér hafið lengi horft á
konu, að þá gleymið þér skyndilega allri hugmynd um, að
^ú*1 sé kona, gleymið stöðu hennar í þjóðfélaginu og þeim
böndum, sem tengja yður við hana, og þér sjáið, svo ljóslega
að þér verðið höggdofa, skepnuna, kvendýrið? — Það var það,
sem ég sá, þegar ég horfði á hana.
Heyrið þér, hvað gat ég gert við því? Ekkert. En þessi
k°na gekk með nýtt Iíf. Hún nærði með blóði sínu þessa dul-
arfullu veru, sem var eilífur draumur minn, æðsta von mín,
aðdáun mín holdi klædd . . .
íá. já, áður en hann fæddist, hef ég tilbeðið hann, hef ég
9ratið af blíðu hans vegna, í hjarta mínu hef ég talað til hans
0rð, sem ekki verða sögð. Hugsið yður, herra, hugsið yður
^ssa kvöl: að geta ekki skilið hið saklausa frá hinu svívirði-
e9a, að vita, að það, sem þér tilbiðjið af öllu yðar hjarta, er
Undið við veru, sem búast má við öllu svívirðilegu af. Hvernig
Vfði guðhræddum manni innanbrjósts, ef hann væri neyddur
að horfa á sakramentið á altarinu hulið óhreinni tusku?
Hvernig yrði honum innanbrjósts, ef honum væri bannað að
Vssa hið guðdómlega öðruvísi en í gegnum sauruga slæðu?
[Frámh.].