Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 36
16
LÆKNAVÍSINDI NÚTÍMANS
EIMREIÐIN
um og andlegum kjörum þeirra, sjúkdómseinkennum o. s. frv.?
Sá afburðamaður er ekki til að sálargáfum og starfsþreki, að
hann geti annað öllu slíku.
Hinsvegar eru svo samlags-Iæknarnir — þeir eru 32000 í
Þýzkalandi —, sem ekki koma nálægt stórrekstri spítalanna,
en berjast fyrir lífinu við þreytandi störf og eiga auk þess við
beiskju og andlega neyð að etja. Fyrir tveim árum sendi
Almenna sjúkrasamlagið í Danzig mann til að fylgjast, með í
biðstofu samlagslæknis eins, sem mikið hafði að gera. Á tveim
klukkutímum afgreiddi læknirinn 136 sjúklinga, en slíka af-
greiðslu er auðvitað ómögulegt að nefna læknisskoðun. Hér
er alls ekki lengur um læknavísindi að ræða, og meira að
segja of veglegt nafn að kalla þetta handiðn.
Eg hef af ásettu ráði farið út í það ítrasta í vali mínu á
dæmum, og mér er af eigin reynd vel kunnugt um það ágæta
starf, sem þýzkir læknar ínna af höndum víðsvegar, bæði á
epítölum og utan þeirra, þó að kringumstæðurnar séu erfiðar.
Eg veit líka, að vér getum ekki framar horfið að þeirri fyrir-
mynd, sem Hippokrates boðaði. Tæknin og rannsóknastofan
er hvorttveggja nauðsynlegt læknum nútímans. En það, sem
vér þurfum að höndla aftur, er það hið andlega hnoss, hið
sálræna viðhorf grísku læknanna. Læknirinn þarf að verða
aftur læknir og skurðlæknir, læknir og kynsjúkdómafræðingur,
læknir og augna-, eyrna-, ljóslækninga-sérfræðingur, hómópati
o. s. frv. Það er ekki nauðsynlegt, að vér höfum öll þessi nöfn
á skiltinu að viðtalsstofunni. Það nægir ef vér geymum sann-
indi þau í hug og hjarta, sem í þeim felast*.
Þannig farast þýzka lækninum orð. Ekki er ólíklegt að
flest öll ummæli hans um læknavísindin í Þýzkalandi og
læknana þar, geti einnig átt við hér hjá okkur. Sv. S.