Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 42
22
UM VnLVELDI
EIMREIÐIN
með átta stunda vinnudegi. Túrbínan starfar nú 24 klukku-
stundir á sólarhring og framleiðir því 9 milljón sinnum meiri
orku en maður. Fjórar slíkar túrbínur framleiða með öðrum
orðum jafnmikla orku eins og allir vinnandi menn Banda-
ríkjanna til samans. Nú á þessari stundu er ítrasta orkunotkun
véla í Bandaríkjunum einn milljarður hestafla. Ef vélar þessar
störfuðu án afláts, þá þyrfti fimmtíufalda tölu allra vinnufærra
manna á jörðunni til þess að jafnast á við þær. Eg hef ekki
fyrir mér áreiðanlegar heimildir, en ég hef þó ástæðu til þess
að ætla, að yfir 90 °/o af þessari orkunýting hafi bæzt við á
síðustu 30 árum.
Af þessu er tvent augljóst: Annað er, að mikilvægi manns-
ins sem vinnumanns hefur minkað og minkar nú með vax-
andi hraða. Hitt er, að ef tæki fyrir þennan orkustraum í
menningarlöndum, þá mundu þjóðirnar farast. Talið er, að
megnið af Bandaríkja-þjóðinni mundi deyja úr hungri innan
tuttugu daga.
III.
Eg hef vakið athygli á því, að sú skoðun sé ríkjandi —
og kemur mjög greinilega fram í ritgerð B. B. — að það
sé misskilningur, að vélarnar þurfi að svifta menn atvinnu til
lengdar. »Vinnukraftur sá, sem aukin vélaiðja hefur svift at-
vinnunni, finnur alt af vinnu í nýjum iðjugreinum*, segir þar um,
svo framarlega sem alt sé með feldu með hlýðnina við »lög-
mál viðskiftanna* og menn falsi ekki markaðsverð með alls-
konar heimskulegum hömlum.
Þetta er bjartsýni, sem tilheyrir hinum eldri stigum tekn-
iskrar orkunýtingar. Það er rétt, að fyrst framan af eykur
vaxandi orkunýting atvinnu mannanna. Hver starfsgreinin fæðir
af sér aðra. En fyrir þessu eru sýnilega mjög ákveðin tak-
mörk. Og í Bandaríkjunum — þar sem þessi þróun er lengst
komin — er sýnilegt, að hámarki mann-notkunar er náð fyrir
nokkuru. Árið 1918 eru flestir menn við iðnaðarstörf, sem
nokkuru sinni hafa verið þar. Síðan fækkar þeim stöðugt, en
framleiðslan eykst með stígandi hraða til 1929. Og síðan
kreppan skall á hefur hinum teknisku framförum fleygt áfram.
Þótt markaður opnaðist aftur og framleiðslan yrði ekki minni