Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 125
eimreiðin HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO 105
, *Hver skollinn! Ég hef skilið úrið eftir uppi í herberginu.
Ég verð að far upp aftur. Bíðið eftir mér hérna. Ég kem
eftir augnablik«.
Eg fer upp aftur og kveiki á kerti. Ég leita alstaðar að
unnu, en án þess að geta fundið það. Eftir að hafa leitað
arangurslaust í nokkrar mínútur, heyri ég Battista spyrja:
l]æja, hefur þú fundið það?«
Hann hafði elt mig upp og numið staðar fyrir framan
dyrnar. Hann reikaði dálítið.
*Nei. Þetta er undarlegt. Mig sem minti að ég hefði skilið
bað eftir í vestisvasanum. Hafið þér séð það?«
*Nei«.
*Er það satt?«
»]á«.
Eg er orðinn tortrygginn. Battista stendur með hendur í
v°sunum á þröskuldinum. Ég fer aftur að leita, óþolinmóður,
næstum því reiður.
»Það getur ekki verið að ég hafi tapað því. Þegar ég var
að klæða mig úr rétt áðan, þá var ég með það. Ég er viss
Ulni að ég var með það. Ég er viss um, að það er hérna.
verður að finnast«.
Eattista hefur loksins komið nær. Ég sný mér snögglega
að honum, og ég les sektarmeðvitundina úr andliti hans. En
brestur kjarkinn. Hann tautar, mjög skömmustulegur:
»Það er áreiðanlega hérna. Það hlýtur að finnast«.
Hann tekur kertið, beygir sig niður, til þess að leita í
ringum rúmið. Hann hálfdettur á hnén, lyftir upp ábreiðun-
Uln. skygnist undir rúmið. Hann streitist við og blæs af mæði.
a& lekur af kertinu á skjálfandi hönd hans.
Þessi skrípaleikur gerir mig utan við mig af reiði. Ég æpi
hörkulega til hans:
*Hættið! Standið á fætur. Verið ekki að gera yður þetta
oitiak. Ég veit sjálfur vel hvar ætti að leita. . . .«
Hann setur kertið frá sér á gólfið og liggur eitt augna-
•’k kyr á hnjánum, kengboginn og hræðslulegur eins og
Jttanneskja, sem ætlar að fara að játa á sig yfirsjón. En hann
latar ekkert. Hann stendur með erfiðismunum á fætur, án þess
segja eitt orð. Aftur sé ég sektina skína út úr andliti