Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 44
24 UM VÉLVELDI eimreiðin
suðurhluta Bandaríhjanna. Ef ofið er klæði úr þráðunum, þá
endist það sjö sinnum lengur en ull, og að sama skapi lengur
en bómull. Það styrkist við vætu. Pappír má búa til úr jurt-
inni margfalt ódýrara en úr viði, og hann er svo sterkur, að
enginn maður getur rifið hann. Aferðin er svipuð og silki, og
vefa má þetta saman við silki, ull eða bómull eftir vild. Vél-
fræðingar geta tekið við jurtinni af jörðunni og gengið með
öllu frá spunanum, án þess að nokkur mannleg hönd snerti
á verkinu.
Þessari upptalningu mætti halda áfram meðan dagur endist.
Alstaðar er ótti og skelfing yfir iðnaðinum. Vélum er kastað
með fárra ára millibili, og nýjar, fljótvirkari og minna mann-
frekar settar í staðinn. Stórfélögin kaupa og ræna uppfinning-
unum til þess að loka þær niðri í hirzlum. Því að þau vita
ekki nema að endurbótin, sem uppfinningunni er samfara,
kunni að ríða þeim sjálfum að fullu. Og alstaðar, þar sem
iðnaður hefur náð verulegum þroska, er letrað á vegginn, að
eftirspurn eftir vinnulýð sé úr sögunni. Hlutfallslega við orku
þá sem varið er til framleiðslu einhvers ákveðins hlutar, færist
hin mannlega orka sífelt nær því að verða að engu.
IV.
Nú er það svo sem sjálfsagt, að byltingar sem þessar hafa
ekki lítil áhrif á fjárreiður allar. En hvernig er áhrifunum
háttað?
Skemst er af því að segja, að hinar teknisku framfarir
verða alls ekki samrýmdar því fjárreiðukerfi, sem heimurinn
er að reyna að nota. Þjóðfélag, sem komið er undir vélveldi,
fær ekki samrýmst þeim viðskiftaháttum, sem meta nauðsynj-
arnar til fjárverðs — hefur fjárverð vöru á markaði að undir-
stöðuhugsun. Þetta, að meta hluti til verðs, hefur tíðkast frá
því að menning og viðskifti hófust, en það hefur því aðeins
klöngrast áfram, að þjóðfélagið hefur reist tilveru sína á vél,
sem að orkunýtingu var eins stöðug og mannsaflið er. Hringur
viðskiftanna var sæmilega jafn og óslitinn vegna þess, að vélin
tók sjálf við megninu af því, sem hún framleiddi (fæði, klæði,
skjól o. s. frv.) og notaði það til þess að halda orkunni við.
Menningarlíf stórþjóða nútímans er aftur á móti reist á orku-