Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 138
EIMREIÐIN
Frá landamærunum.
[Eimreiðinni er þökk á stuttum frásögnum af dulrænni reynslu manna
og öðru skyldu efni, og mun Ijá því efni rúm eftir því sem ástæður leyfa/.
Dulskygni og dulheyrn. Mið-
illinn Andrés P. Böðvarsson hefur
látið eftir sig í handriti glögga lýs-
ingu á þvf, hvernig hinar svonefndu
dulsýnir og dulheyrnir báru fyrir
hann, en eins og hunnugt er, var
Andrés sál. miklum dularhæfileik-
um gæddur, og hefur hann sjálfur
skýrt frá sumu af því, sem fyrir
hann kom, í greininni „Ymiskonar
sálræn reynsla mín“, sem birtist í
tímaritinu Morgni 1926. En miklu
meira mun þó óbirt í handriti. Dul-
skygni sinni og dulheyrn Iýsir hann
þannig: „Aðallega er það með
þrennskonar hætti, sem þetta ber
fyrir mig. Þó kemur það fyrir, að
ég get enga grein gert mér fyrir,
hvernig ég fæ vitneskjuna um það,
sem ég sé eða skynja. Eg veit bara
þetta, og sú vissa er svo sterk, að
ég get alls ekki losað mig við hana,
hvað mikið sem ég hef reynt til
þess. Þó vil ég og taka það fram,
að ef ég hef sótlhita, þá hef ég
aldrei oröið var við neitt af þessu
tæi, hvorki séð né heyrt.
í fyrsta lagi kemst ég stundum í
nokkurskonar svefnástand, veit ekki
af mér nema annað veifið, ligg með
aftur augun og anda ákaflega hægt.
Oft segi ég þá frá þvf, sem ég sé
og heyri. Eg fer þá oft í ferðalög
til ókunnra staða, en þegar ég vakna,
man ég vanalega Iítið, sem fyrir mig
hefur borið, stundum dálítið hrafl,
en oftast ekkert. Er mér þá skýrt
frá hvað ég hafi sagt, af þeim sem
til mín heyra.
í öðru iagi verð ég stundum var
við ofurþægileg áhrif, og líðanin
verður góð, hugsunin dreifist og
smásljóvgast þangað til hún hverf-
ur alveg. Ég skynja nú ekki nema
það, sem ég á að sjá, þ. e. sýnina
sjálfa. Ég er glaðvakandi og mér
finst ég geti heyrt til þeirra manna,
sem eru í nærveru minni, en komi
það fyrir, að ég yrði á þá, er við-
tal mitt við þá alveg út í hött. Eftir
að sýnin er horfin, breytist ástand
mitt, og ég man óglögt hvað ég hef
sagt, en sýnin er ákaflega skýr í
huga mínum á eftir.
í þriðja lagi sé ég stundum sýn-
ina skýrt og greinilega og svo form-
bundið og ákveðið, að ég verð þess
ekki var í fljótu bragði, að um ann-
að sé að ræða en okkar veruleika.
Engin áhrif hefur þetta á mig sem
í hinum tilfellunum, vekur hvorki
hálfsvefn, máttleysi eða þægilegleika-
tilfinningu. Ég er fullkomlega í vana-
legu ástandi. Fyrst þegar sýnin
hverfur, stundum mjög skyndilega,
skil ég að þetta var aðeins sýn. Af
margendurteknum vana, bregður
mér ekki við slíkar sýnir, jafnvel
þótt þær séu stundum alt annað en
fallegar. Sameiginlegt fyrir allar
þessar sýnir er, að þær eru bæð'
yfir liöna, líðandi og ókomna við-