Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 58
38
KONAN Á KLETTINUM
EIMREIÐIN
illi og þéttri barnshendinni sinni, svo að fyrir ofan hvern fingur
myndast lítil laut við hvítt og slétt handarbakið. — —
— Já, elskan mín, hver veit nema þú fáir brúðu, þegar
mamma fær peninga, mamma er bara svo fátæk, en svona
brúða er víst mjög dýr. — — —
— Já, en er ekki mamma hennar Lillu líka fátæk? —
— Nei, góða mín, pabbi hennar Lillu hefur svo mikið kaup.
— Hefur hann meira kaup en þú, sem ert allan daginn
að vaska? —
— Já, já, miklu meira. — En nú á Stína mín að fara að
sofa og lesa bænirnar sínar. —
Svo líður kvöldið og þær hátta.
Barnið les faðirvorið og bænirnar. Móðirin hefur þær yfir
fyrst, og litla stúlkan endurtekur með barnslegri hljómþýðri
röddu: »Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni«
o. s. frv. Svo þagna þær, og móðirin hálfsofnar. Þá segir litla
stúlkan alt í einu: Já, svo fékk hún líka svo voða fallegan
hring með rauðum steini. —
— Jæja, góða mín, nú förum við að sofa.
— — Stundar þögn. — Litla stúlkan: Af hverju ætli að
guð, sem er svo góður, láti suma vera svo fátæka, að þeir
geta ekki keypt fallega brúðu? — Móðirin: Ég veit það ekki,
væna mín, en nú skulum við fara að sofa.
Þá leggur telpan litla höfuðið sitt við brjóst móðurinnar,
svo að ljósir lokkarnir leggjast út á öxl hennar. Hún sofnar
og dregur andann hægt og rótt og brosir í svefninum, eins
og hana dreymi brúðu, sem getur lokað augunum, eða hring
með rauðum steini. — — —
Nóttin líður. Næsti morgun kemur. Barnið sefur, en móð-
irin fer og kyssir það á kinnina.
— Salt og kalt vatn. — Þorskur. — Konur með olíuermar
og síðar olíusvuntur, með bursta í höndunum. — Svo kemur
hádegi. — Móðirin fer heim, hjálpar litlu stúlkunni á fætur
og þær borða.
Svo segir hún telpunni að leika sér nú í dag með krökk-
unum, eins og hún sé vön.
Hún fer niður í kommóðuskúffu að ná sér í nýja vetlinga.
Fer skúffu skakt. — Kemur auga á lítinn pappastokk. —