Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 80
60
DVR
EIMREIÐIN
heitir!« — »Auðvitað«, segi ég, »auðvitað kemur þú inn,
fyrst þú rakst loksins á mína hurð«.
»Hurð«, segir hann, »já, ég kom hingað af því ég rakst á
hurð og af því sem sagt, að bæði átti ég auðvitað erindi,
brýnt, gamalt og löngu saltað erindi, og svo var það þetta,
sem ég sagði áðan um sólina, hið himinborna ljós, hún var
liðin að viði, gengin undir, sigin, horfin, ef þú skilur? En ég
sá ljós hjá þér, sá þó týru í þessu húsi, ofurlitla týruómynd,
— Grútarlampa«. —
»jæja, komdu þá inn, Andri, og lofaðu rnér að loka!«
»Uti?« segir hann og slettist inn fyrir, með húfuna á höfð-
inu og snjóinn á skónum.
— Úti var nú að koma él. Hörkuél, er gróf krap þíð-
unnar, sem hafði verið þá um daginn og allan þann elg, sem
henni fylgdi og hún skildi eftir, enn þá dýpra. —
Él, sem vildi breiða hvíta, hreina blæju úr ísköldum snjó-
kornum yfir öll spor mannanna þann daginn, yfir öll þau
óhreinindi, sem þessi ónýta, tilgangslausa þíða lét eftir sig.
Él, sem lamdi á rúðurnar, hrottalega og illúðlega. —
En drunginn og þreytan var horfið úr mér.
Andrés var seztur, hann hékk á stóli, eða öllu heldur lá,
eins og drusla, niðri í hægindastóli og virtist úrvinda af víni
og þreytu. Ég settist andspænis honum, og horfði á hann. —
Ég hafði engan hjartslátt, ég var alveg rólegur, sat og horfði
á hann, þegjandi. Það var talsvert gaman að því að vera nú
þess megnugur að tala við hann, um hánótt, eftir öll þessi ár,
þessi löngu ár, sem liðin voru. Horfa á hann hanga þarna,
óhreinan, órakaðan og illa til fara. — Ljótan og viðbjóðs-
Iegan. —
Eftir öll þessi ár, sem liðin voru síðan. —
Hann opnar augun til hálfs og gýtur þeim til mín.
»Hurð«, segir hann. »Hurð, hurð«.
Ég legg mig út af í sófann og þegi. — Mig varðar ekkert
um þetta óþokkamenni, hálfvitlausan og andstyggilegan. Hann
má röfla — fyrst um sinn. —
Hann opnar nú augun — alveg og starir í kringum sig í
stofunni. Það er eins og hann sé að vakna. Ég sé að hann
tekur ekki eftir mér, þar sem ég Iigg á bekknum. Hann horfir