Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
saltaða og sérverkaða framleiðslan frá síðastliðnu sumri, sem
þó var 35 þúsund tunnum meiri en árið á undan. Segir
Fiskifélagsritið »Ægir«, að betri útkoma á sölunni nú. miðað
við árið áður, muni nema rúmri 1 milljón króna. Arsskýrsla
Gengisnefndar um útflutning sýnir minna verð á síldartunnu
1932 en 1931, en á því má ekki byggja, því að nefndin styðst
hér aðeins við uppgefið áætlunarverð, áður en sala fór fram.
Síldarmjöl og -olía var í líku verði og áður.
Landafurðir höfðu stórlega lækkað. Það útflutningsverð,
sem Gengisnefnd hefur fengið uppgefið, er á þessa leið fyrir
það af kjöti, gærum og ull, er fór út tvö síðustu árin:
Verðlag og
gengi.
1932 1931
Saltkjöt : 13,389 tn. kr. 695,110 14,764 tn. kr. 1,192,150
Freðkjöt: 1,766,937 kg — 830,730 1,123,349 kg — 852,870
Ull : 553,900 » — 496,830 949,464 » — 1,178,630
Gærur : 336,070tals — 419,460 472,018tals— 648,120
Saltkjötsframleiðslan var að mestu leyti útflutt um áramót,
en mikið af ullinni og sömuleiðis nokkuð af gærum og freð-
kjöti lá enn óútflutt.
Þegar sterlingspundið féll í september 1931 og íslenzk
króna fylgdist með í fallinu, héldu menn að þessa gengisfalls
yrði fljótt vart í hækkuðu verði á innfluttum
vörum. En þetta reyndist þó ekki svo, nema
helzt á nokkrum iðnaðarvörum frá hágengis-
löndunum, sem ekki hafa nein teljandi áhrif á verðlagið í
heild sinni. Á nauðsynjavörum varð fremur lækkun, sem sést
á verðvísitölu Hagstofunnar, sem í september 1931 var 192,
í september 1932 183 og í janúar 1933 177.
Verzlunarjöfnuður varð all-hagstæður eftir árið, svo að
samkvæmt bráðabirgða-talningu Hagstofu og
Gengisnefndar námu innfluttar vörur nær 10
milljónum króna minna en útfluttar vörur. Fyrir
3 árin síðustu eru bráðabirgðatölur fyrir innflutning og út-
flutning þessar:
Innfluttar vörur: Utfluttar vörur:
Ár 1932 ... . 34,120,000 kr. 43,960,000 kr.
— 1931 ... . 41,977,000 — 45,423,000 —
— 1930.... 66,659,000 — 57,060,000 —
Verzlunar-
jöfnuður.