Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 130
110
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN.
»Fullan mann«, sagði ég, »en Efrati hefur dreymt það«.
Doberti fór að skellihlæja.
»Ha! ha! Þú roðnar! Það vantar ekki að þú sækist alt af
eftir góðum félagsskap. En vel á minst, hefurðu frétt nokkuð>
af Wanzer?*
»Nei, ég veit ekkert um hann«.
»Ha? Veiztu ekki að hann er í Buenos Ayres?«
»Eg veit ekkert um það«.
»Vesalings Episcopo minn! Vertu sæll. Eg yfirgef þig-
Farðu gætilega með þig. Farðu gætilega. Eg sé að þú erf
sokkinn mjög djúpt, ákaflega djúpt. Vertu sæll«.
Hann fór út í aðra götu og skildi mig eftir í geðshræringu,.
sem ég gat ekki unnið bug á. Mér komu þau aftur í hug^
skýr og ákveðin, öll orðin um munn Ginevru, sem hann hafði
sagt kvöld eitt fyrir löngu síðan. Eg mintist líka annara
óþvegnari, ruddalegri orða. Eg sá aftur í huga mér salinn í
gasbirtunni og langa borðið, sem þessir menn, mettir og æstir
af víni, sátu í kringum, umburðarlyndir hverjir við aðra, vegna
hins sameiginlega, óhreina hugarfars.
Ég heyri aftur hlátrana, hávaðann og Wanzer hrópa nafn
mitt undir fagnaðarlátum hinna, og að lokum heyri ég þetta
bitra orð: »Hlutafélagið Episcopo«. Og ég hugsaði um
það, að þessi svívirðing hefði getað orðið að veru-
leika!
Veruleika! Veruleika! Er þá mögulegt að slík svívirðing
geti skeð? En er mögulegt, að maður, sem er hvorki brjál-
aður, fábjáni né tryllingur, að minsta kosti að því er bezt
verður séð, láti leiðast út í slíka svívirðingu?
Ginevra kom nú aftur til Róm. Giftingardagurinn var
ákveðinn.
Við ókum í vagni, ásamt fulltrúanum, um þvera og endi-
langa Róm, í leit að lítilli íbúð og til þess að kaupa hjóna-
rúmið og ýms húsgögn, sem ekki verður án verið, í eintf
orði sagt, til þess að gera allan nauðsynlegan undirbúning-
Ég hafði tekið úr banka fimtán þúsund lírur, en það var al-
eiga mín, munaðarleysingjans.
Við ókum með mikilli dýrð í vagninum um alla Róm. ES
sat yfirbugaður á stólnum og báðar konurnar andspænis mer