Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 53
EIMREIÐIN
KONAN Á KLETTINUM
33
Hann er ekki fríður maður, en það er samt gott að hvíla
1 faðmi hans. Það er eitthvað svo örugt að horfa í gáfulegu
augun hans. Og það er geðfelt að hlusta á ástarorð hans,
en það er ekki hægt að endurgjalda þau. Það væri hræsni,
°9 hún getur ekki hræsnað gagnvart honum, sem er svo
9óður og göfugur. — — Og það líður eitt ár — eða ef til
hafa þau verið tvö.
— Nú kemur sumar. Það eru margir menn að vinna
að brúarsmíði við ána, sem rennur hjá túngarðinum í Hvammi.
Einn þeirra er Steingrímur. Hann kemur svo oft heim að
Hvammi, því hann kaupir þar mjólk.
Stundum er hann þar lengi, því þeim þykir gaman að tal-
ast við, Ólafi og honum. Steingrímur er ungur maður. — Hann
er fallegur maður. og það er eitthvað svo seiðandi að tala
hann. Hann er líka skáld. Hann er að byrja á rithöfundar-
sHrfi sínu. Hún finnur að hún seiðist að þessum manni með
segulafli, og hún veit, að honum er það ekki ógeðfelt. —
Eólkið í Hvammi er alt við heyskap langt frá bænum og
'‘ggur þar við í tjaldi, nema Hildur og tengdamóðir hennar
°9 einn snúningadrengur. Steingrímur kemur svo oft á kvöldin,
°9 þau talast við þangað til gamla konan og drengurinn eru
s°fnuð. En hvað hann er fallegur og skemtilegur. Fyrir ofan
Eátt ennið liðast dökkjarpt hárið, sem alt af fer svo vel.---
En hvað það væri gaman að mega fara með fingrunum í
9egnum þetta yndislega hár. — Þó það væri ekki nema að-
e*ns einu sinni.
~~ — Svo kemur kvöld í ágúst, eitt af þessum yndislegu
suniarkvöldum, þegar þögn næturinnar er að færast yfir dal-
'nn með hinu rólyndislega rökkri.
Þau hafa talast við í kvöld, og nú gengur hún með hon-
Utn á leið til tjaldanna. Fyrir sunnan fjárhúsin á túninu er
btil laut, þar fá þau sér sæti hvort við annars hlið. — —
Eað er þögn.---------Nú heyrist hljóð af vængjataki einnar
^°u> sem flýgur upp skamt frá þeim, og lítill þytur, er hún
snýr sér við á fluginu með einu léttu kvaki, sem hljómar út
* kvöldkyrðina. — — —
Hann situr þögull og styður ölnbogunum á kné sér og
hönd undir kinn. — — Hún leikur sér að gulnuðu punt-
3