Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 94
74
LAUNAKJÖR 00 LÍFSBARÁTTA
EIMREIÐIN
ákveðnu marki, og sömuleiðis skrifstofukostnað. Að sjálfsögðu
eiga laun að vera söm fyrir sama starf án tilliis til þess, hvar
menn búa í landinu. Það nær ekki nokkurri átt að greiða
þeim hærri laun, sem búa í Reykjavík, en þeim, er annarstað-
ar eru, því þar vilja allir eða flestir vera. Það er illa haldið
á fyrir þjóðfélagið, ef það þarf að eyða fé fyrir fjárgræðgi
fasteignaeigenda þar. Hinu má búast við, að mörgum hálauna-
manni þyki sinn réttur skertur um of, ef laun hans væri færð
niður í það, sem hér er stungið upp á. Er því rétt að athuga
það lítið eitt. Það ætti að vera föst regla þjóðfélagsins að
greiða þjónum sínum eftir afkomu annara manna, með öðrum
orðum, að kjör þeirra væri sem líkust kjörum almennings,
mannanna, sem þeir eiga að vinna fyrir og lifa með. Ekki
verður komið auga á neitt, sem réttlæti að brjóta þá reglu. —
Eftir kauptaxta verkamannafélags Reykjavíkur, sem mörgum
þykir hár — jafnvel of hár — munu þeir menn, er hafa vinnu
10 kl.st. á dag alla virka daga ársins, fá ca. 4000 kr. kaup
um árið. Upplýsingar liggja ekki fyrir um kaup sjómanna;
verður því ekkert fullyrt um kaup þeirra hér, en líklegt er,
að meðalkaup óbreyttra sjómanna fari eigi fram úr kaupi
verkamannsins, og um bændur má fullyrða, að hreinar meðal-
tekjur þeirra hafa eigi náð þeirri upphæð um undanfarin ár.
Það virðist því sæmilega boðið af ríkinu, ef það býður þeim,
er lægst laun skulu fá, og álitið er að minst ábyrgð hvíli
á, þá upphæð, sem er ef til vill all-langt fyrir ofan meðal-
árstekjur allrar alþýðu, og aðrir embættismenn mega vel við
una að hafa meira, — alt að þriðjungi meira, úr að spila en
þeir sem lægra eru settir. — Það er tæplega sæmilegt að
fara fram á meira, svo framarlega að menn viðurkenni, að
fleiri hafi rétt til lífsins en þeir sjálfir. Ur því fjölda alþýðu-
manna hefur tekist að lifa heiðarlegu lífi á mun minni árs-
tekjum en 4000 kr. — eins og þeir verða að gera, af því að
atvinna þeirra lætur þeim ekki meira í té —, þá ætti hverj-
um öðrum manni að veitast létt að lifa á 6000 kr. Sú firra
er tæplega svara verð, að þjóðfélaginu beri að endurgreiða
mönnum námskostnað þeirra með háum launum. Það hefur
áður greitt hann að nokkru með ókeypis kenslu, húsnæði,
hita, og sumum námssfyrk. Þau dæmi eru mörg, að áhuga-