Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 116
96
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
skyldi. Einhver maður staulaðist afarhægt niður stigann.
Það var eins og hann rynni niður með veggnum, eins og
eitthvað slyddukent. Hann muldraði í bringu sér og stundi.
Hann var með ljósleitan, barðastóran hatt. Þegar hann rakst
á mig, lyfti hann höfði. Og ég sá dökk gleraugu . . . þau
voru gríðarstór og stóðu fram af andlitinu, sem var rauðleitt
eins og hrátt kjöt.
Maðurinn, sem hélt að ég væri einhver kunnugur, æpti:
»Pietro!«
Hann þreif í handlegg mér, og vínlyktina af honum lagði
framan í mig. En hann sá að honum hafði skjátlast, og hann
hélt áfram að ganga niður. Eg fór aftur eins og ósjálfrátt að
staulast upp á við. Eg var þess fullviss, án þess að vita
hversvegna, að ég hefði mætt einhverjum úr fjölskyldunni. Ég
var nú kominn að hurð, og á henni las ég að stóð skrifað:
>Emila Canale, veðlánafulltrúi með leyfi stjórnarinnar*. Eg
herti mig upp til þess að losna úr þessari óvissu og kipti í
bjöllustrenginn. En óafvitandi tók ég svo fast í hann, að bjall-
an tók til að hringja, djöfulóð. Reiðileg rödd svaraði ir.nan úr
herberginu. Það var sama röddin og sú, sem hafði helt úr
sér skömmunum. Dyrnar opnuðust. Einskonar ofsahræðsla
greip mig, og ég sagði stamandi, án þess að sjá nokkuð, án
þess að heyra nokkuð, og ég stóð á öndinni af mæði:
»Eg er Episcopo, Giovanni Episcopo, skrifstofuþjónn. . . .
Ég er kominn, þér vitið . . . vegna dóttur yðar . . . þér vitið
. . . Æ, fyrirgefið, fyrirgefið. Ég hef kipt of fast í bjöllu-
strenginn*.
Ég stóð fyrir framan móður Ginevru. Hún var ennþá blóm-
leg og falleg kona. Ég stóð fyrir framan fulltrúann, sem var
skreyttur gullkeðju og með digra eyrnahringi úr gulli, með
gullhringi á hverjum fingri. Og ég bað mér feimnislega konU
. . . munið þér eftir? . . . þessari eindæmis uppástungu hans
Filippo Dobertis!
Ó. herra, þér megið hlæja eins og þér viljið. Ég reiðist
því ekki.
A ég að segja yður alt nákvæmlega? Það sem gerðist frá
degi til dags, frá stundu til stundar? Viljið þér að ég segi
yður af rifrildinu, öllum smáatvikum, allri æfi minni, sem var