Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 97
EIMREIÐIN
Vindurinn blæs.
Það var sluiggalaus líð
með skini og söng.
Vor.
Guð hafði gjört það
°S gjört það í sinni mynd.
Því var það þakklátt
°S fórnaði döggum til drottins
•°S áfengum ilmi
af grænu, vaxandi grasi.
Og hver lind og hver á
uar sem lifandi æð
\ á líkama þess.
Og vindurinn blés
hin vorbjörtu kvöld,
ég vissi ekki hvert hann fór.
Hann hvíslaði í eyra mér,
hló og feykti
hári mínu til.
Hann blés á mitt gula barnshár
°S feykti því fram fyrir augu:
—■ ég fel mig, findu mig nú —,
°g feykti því aftur frá.
Þá var golan svo hlý:
Hvað gjörist á morgun?
Gettu þess, ef þú getur.
Ef til vill fylgja þá alian daginn
sólunni stjörnur sjö —?
Ef til vill kemur ísold að landi?
Vaknar Þyrnirós þá?
Eu geislanna móðir
f gullinni rekkju
sofnaði á hverju kveldi; —
yzt í vestri
hún átti sér hallir,
rauðar sem rennandi blóð.
Og vindurinn blés þar
og barði að dyrum
og flutti kveðjuna frá mér.
Og þúsund í einu opnuðust dyr
Komdu inn, ef þú vilt.
Þá var vorbjört tíð,
í þeim titrandi dögum
gref ég hug minn og hjarta,
þeim liðnu dögum
í logandi birtu
heitrar hnígandi sólar —.
Aleiga mín er þar,
auðæfi mín grafin þar,
roði áranna,
rósroði liðinna ára.
Nú er gátan ráðin:
Hvað gjörist á morgun?
Það sama sem gjörðist í gær.
Og einar dyr
sé ég opnar standa
á kvöldsins kyrlátu höll.
En vorið er komið, —
yfir vötn og dali
vindurinn blæs,
og ég heyri hans þyt —
en veit hvaðan er hann
og veit hvert hann fer.
Guðmundur Böðuarsson.