Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 41
eimreiðin
UM VÉLVELDI
21
verði fyrir fé. Fyrsta skilyrðið til þess að átta sig á vanda-
málum tímans er að gera sér ljóst, hverju máli orkunýting
skiftir í nútíma lífi.
Fyrir árið 1800 má segja að engin vél hafi verið á jörðu vorri.
Maðurinn og skepnur hans voru einu vélarnar. Frá upphafi
mannbygðar og þangað til fyrir rúmri öld hefur svo að segja
engin orkunýting farið fram af manna völdum, nema nýting
þeirrar orku, sem fékst af fæðu manna og alidýra, og af
brenslu eldsneytis. Á þessari orkunýting hefur alt mannlegt
félag hvílt alt þetta tímabil. Og um það tímabil, sem sagnir
eru til af þjóðlífi — um 7000 ár — má segja, að verkhrað-
inn hafi allan þann tíma haldist nokkurn veginn óbreyttur.
Hin mannlega vinnuvél hefur ávalt verið undir tveimur hundruð
Pundum að þyngd að meðaltali, og getað veitt einn tíunda af
hestafls-einingu um átta stunda vinnudag. Allar breytingar, sem
verða á þjóðlífsháttum um alt þetta tímabil, eru smáræði í
samanburði við þessa stöðugu staðreynd. Abraham, Cæsar og
Voltaire lifa allir á sama tímabilinu að þessu leyti. Undirstaða
allra framkvæmda er þessi sama tegund af orkunýtingu. Fyrsta
og eina gerbreyting, sem fram hefur farið á mannlegu lífi á
þeim tíma, sem sagnir ná yfir, er, þegar fram koma vélar,
sem margfalda hraða orkunýtingarinnar þúsundfalt. Fram að
þeim tíma voru ákveðin takmörk fyrir verklegum framkvæmd-
um, sem ekkert land né menning fékk yfirstigið. »Sérhvert
mannfélag fortíðarinnar starfaði á ákveðnu landsvæði, sem
sjálfkrafa setti takmörk fyrir mannfjölda, sem hafst gæti þar
við. En með því að maðurinn var sjálfur eina vélin, sem máli
skifti, þá voru að sjálfsögðu ákveðin takmörk fyrir því verki,
sem int yrði af hendi. Engin leið var að auka straum ork-
unnar, miðað við hvern mann, eftir að íbúatalan hafði náð
því takmarki, sem umhverfið mælti fyrir um«.
Ef áætlað væri, að í veldi Egyptalands hins forna hafi búið
5,000,000 manna, þá má gera ráð fyrir 1,500,000 vinnandi
manna. Orka þessara manna hefur svarað til 150,000 hestafla.
í Bandaríkjunum eru um 120 milljónir íbúa, þar af áætlaðar
36 milljónir vinnufærra manna. Vinnuorka þeirra svarar þá til
3,600 000 hestafla. Nú framleiðir stærsta rafmagns-túrbína
300,000 hestöfl eða þrem milljónum sinnum orku mannsins