Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 90
70
LAUNAKJÖR OQ LÍFSBARÁTTA
EIMREIÐIN
hefur almenningsálitið leiðst í því efni, að það hefur á sum-
um stöðum verið kímt að þeim, sem eigi hafa viljað nota
lánsfé til vafasamra framkvæmda, heldur bíða þangað til eigin
fé var fyrir hendi. —
Kaup verkamanna verður lækkað með einu — og aðeins
einu — móti, svo viðunandi sé fyrir alla: að unnið sé að því,
að verkamenn séu sjálfir atvinnurekendur, að svo miklu leyti
sem það er mögulegt, bæði sem einstaklingar, en þar sem
átak einstaklingsins nægir ekki, þá með samvinnu, t. d. í út-
gerð, iðnaði og verzlun. Má vel vera, að henni verði einnig
viðkomið við landbúnað, þar sem ræktunarskilyrði eru góð
og mikil. Kemur þá upp sannvirði vinnunnar. Mætti svo taka
meðaltal af því kaupi, er menn ynnu fyrir á þenna hátt, í
hverri atvinnugrein, og skyldi það vera sá kauptaxti, er þeir
menn ynnu fyrir, við samskonar vinnu, sem kysu heldur að
vinna hjá öðrum atvinnurekendum. Komi það upp úr kafinu,
sem ýmsir halda fram, að einstaklingur stýri betur atvinnu en
félsgssfarfsemi, þá kemur það honum að notum, og enginn
getur um það fengist. Hann hefur þá lagt fram vit eða orku,
sem hinir höfðu ekki og því eðlilega einhvers virði. Takist
honum þetta miður, þá getur hann ekki fengist um kauptaxt-
ann og á það við sjálfan sig, hvort hann rekur atvinnu með
því kaupgjaldi eða ekki. — Atvinnurekstur verkalýðsins er
mjög mikilsvert atriði að öðru leyti. Það leysir hlekki af fólk-
inu, það verður miklu óháðara öðrum og frjálsara en áður.
Frelsislöngun er rík í manneðlinu, og fái hún ekki að njóta
sín, þá er kyrkingur vís, a. m. k. andlegur. Það er ekki nóg,
að þjóðin sé frjáls út á við, ef mikill hluti hennar er í viðj-
um, sem þjóðfélagið sjálft hefur skapað. Séu einstaklingarnir
sæmilega uppaldir og andlega og líkamlega frjálsir, þá mun
varla hætta á, að þjóðin haldi ekki frelsi sínu, og með því
móti eru mestar líkur til, að hún auki þar við, er á þykir
skorta. En sé haldið í vinnudeilur, þá þarf ekki neinn spá-
mann til að sjá hvernig fer. Þær deilur eru hættulegri en
aðrar sökum þess, hve margir taka þátt í þeim. Og eftir því
sem mannmergðin vex við sjóinn, í kaupstöðum og þorpum,
vex hættan, þegar að þrengir. Hvöt mannsins til að halda við
líkamslífinu verður ekki bæld með vopnum. Það er því kom-