Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 129
EIMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
109
m’9 með þessum augum, sem voru eins og hjúpuð. Ég dró
el<ki sjálfan mig á tálar. Varir mínar hafa aldrei þorað að
bera fram hina ljúfu spurningu, spurninguna, sem allir elsh-
endur segja margsinnis: »Elskarðu mig?« Ég man eftir því,
að ég hef hugsað oftar en einu sinni, þegar ég var við hlið
kennar og þegar ég fann að löngunin greip mig: »Ó! ef ég
9æti kyst andlit hennar, án þess að hún tæki eftir kossinum!*
Nei, nei, ég get ekki talað við yður um ást mína. Ég ætla
ennþá að segja yður frá staðreyndum, lítilfjörlegum, hlægileg-
Um staðreyndum, auðvirðilegri eymd og smán.
Það var ákveðið að við skyldum giftast. Ginevra var ennþá
nokkrar vikur um kyrt í Tivoli. Ég fór oft þangað í sporvagn-
inum. Eg var þar hálfan daginn eða þá einn eða tvo tíma.
Eg var ánægður yfir því, að hún væri svo langt í burtu frá
Róm. Ég lifði í eilífum ótta yfir því, að einhver félaga minna
a skrifstofunni kæmist að leyndarmáli mínu. Til þess að dylja
Pað, sem ég gerði, það, sem ég hafði gert, það, sem ég ætl-
aði að gera, notaði ég allskonar varúðarreglur, brögð, yfirskin
°9 lygar. Ég kom ekki lengur á þá staði, sem við félagarnir
kittumst á að venju. Ég fór undan í flæmingi við hverju, sem
e9 var spurður. Jafnskjótt og ég sá einhvern af gömlu mötu-
^autunum mínum álengdar, flýði ég inn í einhverja búð eða
lnn í eitthvert portið eða út í einhverja hliðargötuna.
En dag nokkurn gat ég ekki komist undan Filippo Doberti.
Nann náði í mig, stanzaði mig eða réttara sagt þreif
1 mig.
*Hæ! en hvað það er langt síðan ég hef séð þig, Episcopo!
Hvað hefur þú verið að gera? Hefur þú verið veikur?*
Eg gat ekki bælt niður geðshræringuna, sem greip mig
°sjálfrátt. Ég svaraði, án þess að hugsa mig um:
*Já, ég hef verið veikur*.
lÞað er auðséð. Þú ert grænn í framan. En hvaða lífi lifir
núna? Hvar étur þú? Hvar ertu á kvöldin?*
Eg laug í annað sinni og forðaðist að líta framan í hann.
*Það var verið að tala um þig í gærkvöldi*, tók hann aft-
til máls. »Efrati sagðist hafa séð þig leiða fullan mann í
^lexandrínugötu*.