Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 72
52
ORKUGJAFAR OG ORKUVAKAR
EIMREIÐIN
inum. Það eru þessir þrír: Faðir minn, Hannes Hafstein og
Einar Benediktsson.
Við skulum fyrst fara á sprett með Hafstein:
„Það er sem fjðllin fljúgi
móti mér,
sem kólfur loftið kljúfi
klárinn fer,
og lund mín er svo létt,
. eins og gæti eg gjörvalt lífið
geisað fram í einum sprctt“.
Og svo er þetta erindi í sama kvæði:
„Hve fjör í æðar færist
fáknum með;
Hve hjartað léttar hrærist,
hlær við geð. .
Að finna fjörtök stinn!
Þú ert mesti gæðagammur
góði Léttir, klárinn minn“.
En Einar Benediktsson kveður þannig að orði, aðdáanlega vel:
„Sá drekkur huern gleðinnar dropa í grunn
sem danzar á fákspori yfir grund.
I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meira en hann sjálfur,
og knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur“.
Og þetta spaklega erindi:
„Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm, það er bezt
að heiman út, ef þú berst í vök.
Það finst ekki mein, sem ei breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei Iund, sem ei kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva svo draumar þíns hjarta rætist".
Faðir minn elskulegur kveður þó mest að orði, og þó í
sannleika öfgalaust og gullsatt um hið dýrmæta hlutverk