Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 86
66
DÝR
EIMREIÐIN
afarilt, fleira en þennan mann. >]æja, jæja, það er víst bezt
að ég fylgi þér áleiðis*.
Hann rís upp úr stólnum með talsverðum erfiðismunum.
»Ég held það drepi þig ekki«, segir hann, »þótt þú sjáir
heimilið okkar, — hennar og mitt*.
Við stöndum þarna, rétt hvor hjá öðrum á gólfinu, bræðin
grípur mig aftur, ég ræð ekki við það, ég verð hamslaus. Ég
tek í hann og hvæsi framan í hann: »Haltu þér sarnanl* og
hristi hann.
»]á, já, já, já, hæstvirti herra«, segir hann, öldungis róleg-
ur eins og lamb, fórnarlamb, sem á að fara að slátra. »Ég
er þinn auðmjúkur, undirgefinn þræll, ég verð að vera það
um tíma og eilífð, — og þegi, ef þú gefur mér snafs og
fylgir mér svo eins og góður drengur«. —
Ég svara honum engu, en ýti honum á undan mér, út í
anddyrið. — Mér er orðið óglatt og mér líður illa. Mér finst
ég enn hafa tapað, beðið ósigur, eða orðið fyrir ákaflegum
vonbrigðum. Þau augnablik er líf mitt í rústum, því ég finn,
hversu hefndarhugurinn, þessi grimmasta og ógurlegasta kend
mannlegs eðlis, hefur óumræðilega og algerlega haldið lífinu
við í öll þessi ár. En jafnframt finn ég nú fyrst greinilega,
hversu fráleitt það hefur verið, að ég ætlaði í rauninni nokk-
urntíma að yfirlögðu ráði að framkvæma hefndina. Mér skilst
það til fulls að allur þessi hluti æfi minnar hefur verið sjálfs-
blekking, ég hef lifað á sjálfsblekkingu, og nú hef ég tapað
þeim lífgjafa. — Hvernig á ég þá að halda áfram að lifa? —■
Ég fer í loðkápu og læt á mig vetlinga, tek staf. Andrés
stendur og styður sig upp við vegginn og starir á mig á
meðan. —
»Farðu í kápuna, rnaður*, segi ég.
»Æ, vel á minst, ástkæri, elskulegi vinur«, segir hann.
Hann glottir, því hann sér vafalaust, að ég tek út kvalir. —
»Hjartkæri, gamli trygðavinur og hjálparhella!« bætir hann
við, »vel á minst, úlpan mín varð eftir niðri á balli«. —
Ég reisi stafinn upp við þilið og opna skápinn. Ég sný
bakinu að honum og er að leita að yfirfrakka handa honum.
— Þá, alt í einu, þrífur hann báðum höndunum um hálsinn
á mér, aftan frá, og þrýstir fingrunum af alefli að barkanum,