Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 33
eimreiðin
VIÐ ÞjÓÐVEGINN
13
töluð út úr hjarta meiri hluta allra íslenzkra bænda og verka-
manna. Vonandi eru þau töluð út úr hjarta allrar þjóðarinnar.
En ef það á að takast, að hver einstaklingur og þjóðin í heild geti
staðið í skilum, þá verður almennara unnið af meiri dugnaði og
þeir færri, sem fá óáreittir að lifa á annara striti, nú á næstu ár-
um. En hví skyldum vér kvíða vinnunni? Vinnan er undirrót
^llrar farsældar. Og þar sem svo er, á það líka að vera þjóðar-
vilji og þjóðartakmark að bæta með öllum skynsamlegum ráðum
hlutskifti þeirra, sem harðast verða að leggja að sér í því
starfi, sem fram undan er.
Læknavísindi nútímans.
Nýlega hefur staðið yfir eftirtektarverð ritdeila í blöðunum
milli þeirra Guðmundar, prófessors Hannessonar og Vilmundar
landlæknis Jónssonar. í svargrein til prófessorsins, sem land-
læknir birti í »Alþýðublaðinu« 18. marz síðastl. segir hann
meðal annars: »Læknarnir eru á kafi í sjúkdómum, trúa á
sjúkdóma, spekúlera í sjúkdómum, rækta jafnvel sjúkdóma og
hfa á sjúkdómum*.
Sama daginn og þessi bersögla yfirlýsing æðsta embættis-
manns læknastéttarinnar á íslandi birtist, las ég^ greinarkafla
' þýzka tímaritinu „Die Auslese“, marzheftinu þ. á., eftir lækni
einn, dr. med. Erwin Liek, þar sem einmitt er vikið að því,
í hve miklar öfgar læknavísindin gangi nú á dögum og hve
Iskningaaðferðirnar séu orðnar margvíslegar, sem afleiðing af
sÍúkdóma-»spekúlationunum«, sem landlæknirinn talar um.
Nafli þessi fer hér á eftir í lauslegri þýðingu, án þess þar
nieð sé ætlunin að blanda sér á nokkurn hátt inn í deilu
hinna tveggja lærðu lækna vorra, sem áður eru nefndir. Dr.
Liek er meðútgefandi að tímaritinu „Hippokrates“, sem kemur
út í Stuttgart, og birtist þessi grein hans upphaflega í því
jímariti, janúarheftinu 1933. Hann hefur ritað bækur um
jæknisfræðileg og heimspekileg efni, þar á meðal merkilega
bók um kraftaverk í læknavísindum (Das Wunder in der
Heilkunde). Dr. Liek farast orð á þessa leið:
*A þeim árum, sem ég var aðstoðarlæknir, var ég að vísu
áhugasamur um að læra alt, sem að handlækningum laut, en
efaðist þó þá þegar um margt, sem ég sá. Ég gat ekki fylgst
roeð hinum þröngskorðaða fræðimensku-hugsunarhætti há-