Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 49
eimreiðin
UM VÉLVELDI
29
irnar eru ekki Ijósar. Og um hugtakið >auð« er það að segja,
að menn verða að skilja þá staðhæfingu vélveldisins, að auður
er ekki fólginn í því að vera handhafi að kröfum á aðra,
e>ga það, sem þeir skulda, og auður er heldur ekki fólginn
> því, sem menn framleiða, heldur í því, sem menn eyða.
Auður skapast við að breyta orku í það, sem notið verður.
1 dag er heimurinn fátækur, þótt hver kornhlaða sé fleytifull
°g hver fiskskemma að springa, af því að hann hefur komið
Wutunum svo furðulega fyrir, að einkis af þessu verður notið.
Ef framtíðin fæst nokkuð við það, sem í dag er nefnt stjórn-
•nál, þá getur starf stjórnmálamannsins ekki verið í öðru
fólgiö en að leggja á ráðin og gera ráðstafanir til þess, að
menn fái sem haganlegast eytt því, sem orka landsins hefur
framleitt. Þegar þetta lýkst upp fyrir mönnum, þá hlýtur hug-
takið verð um leið að skrásetjast í orðabók fornmálsins.
*What does price mean in a country where 0.44 of a single
Pound of coal can do the work that the average man can
do in eight hours?«>) spyr Scott.
Ég vona að lesendur þessa tímarits telji ómaksins vert að
t>Ugleiða þetta mál alt nú yfir vetrarmánuðina, meðan atvinnu-
'eYsingjarnir ráfa kaldir og hungraðir um stórborgir heimsins,
f’orgarar Reykjavíkur lumbra hverir á öðrum með eikarkylfum
°g bændur í Kanada brenna byggi í eldstónum.
Winnipeg, Man. 6/i—’33.
Ragnar E. Kvaran.
>) Hvaða þýðingu hefur verð í landi þar sem 0,44 úr einu kolapundi
Setur unnið sama verk og meðal-maður vinnur á átta klukkustundum?