Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 22
2
INNGANGSORÐ
EIMREIÐIN
Werkefni landsins beztu blaðamanna hlýtur að verða það
fyrst og fremst á næstu árum að draga stjórnmálaviðskiftin
upp úr því feni, sem þau eru fallin í, gera stjórnmála- og
þjóðmálagreinarnar að því, sem þær eiga að vera: veiga-
mikilli, rökfastri sðkn eða vörn fyrir málstað, sem flytjanda
er heilagur, og þannig fluttri, að snild og háttprýði einkenni
framsetningu, drengskapur alla framkomu gagnvart and-
stæðingi, en vitsmunir stjórni tillögum öllum.
Þetta tímarit hefur löngum talið það eitt af höfuðverkefn-
um sínum að flytja fræðandi ritgerðir um þjóðfélagsmál og
stjórnmál frá sem flestum hliðum, meðal annars í kappræðu-
formi, þar sem fulltrúar frá ólíkustu stefnum mættust á jöfn-
um vettvangi, til að sækja og verja sinn málstað með rökum
(sbr. t. d. stjórnmálagreinar „Eimreiðarinnar“ 1926). Þjóð-
málaritgerðir hafa birzt hér eftir meira og minna þekta höf-
unda. Þær hafa verið eftir menn úr öllum flokkum og eftir
utanflokkamenn. Tilgangurinn hefur fyrst og fremst verið sá,
að afla lesendunum fróðleiks á þessu sviði sem öðrum, svo
að sjálfstætt hugsandi menn gætu síðan valið og hafnað
eftir vild.
En þar sem ég hef orðið þess var, að sumir flokksblaða-
ritstjórarnir hafa verið að velta vöngum yfir greinum þeim,
sem „Eimreiðin“ hefur flutt um þjóðmál, og furða sig, að því
er virðist, á því, að hún skuli birta þjóðmálaritgerðir, þá er
rétt að taka þetta fram um afstöðu ritsins sjálfs, til þess að
koma í veg fyrir frekari undrun hinna viðkvæmu ritstjóra:
í grein minni 1925 „Eimreiðin þrítug“ (XXXI. árg., 1. h)
gat ég þess, að framvegis myndi „Eimreiðin“ víkja öðru hvoru
að ýmsum þeim málum, „sem efst eru á baugi með þjóðinni,
eins og þau horfa við frá hennar bæjardyrum séð. fiún mun
þó ekki gerast málsvari neins sérstaks stjórnmálaflokks fremur
en verið hefur“. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. fiún
fylgir engum þeirra fjögurra stjórnmálaflokka, sem nú eru uppi
í landinu. Hún er óháð tímant, en þar fyrir er ekki, og hefur
aldrei verið gefið í skyn, að hér verði gengið þegjandi fram
hjá þeim málum, sem til stjórnmá/a og þjóðfélagsmála teljast.
Og það má bæta því við, að hvorki hefur hún heitið hlut-
Ieysi nokkrum flokki, manni né málefni, svo ekki þarf þess
vegna að reka upp undrunaróp, þó að einhverjir kunni að
verða „örir á skoðanir sínar“ öðru hvoru hér í ritinu.
Sveinn Sigurðsson.