Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 38
18
UM VÉLVELDI
EIMREIÐIN
Sennilega hefur ritgerð þessari verið vel tekið af miklum
þorra íslenzkra lesenda. Ekki eingöngu af þeim orsökum,
sem þegar hefur verið getið um, að mönnum fyndist mál til
komið, að það kæmi í ljós, að íslenzkum hagfræðingum væri
ekki með öllu varnað máls um þau efni, sem þeir eiga að
hafa sérþekkingu á og gervallur mannheimur er að velta fyrir
sér, heldur og fyrir aðrar sérstakar ástæður. Hagfræðilegur
»liberalismus« hefur alveg sérstök skilyrði til þess að vera
vinsæll á Islandi. Fyrst og fremst er verzlunarfrelsi mörgum
tilfinningamál fyrir söguleg rök, en auk þess er öll afstaða
landsmanna til umheimsins á þá leið, að þeir eiga mikið undir
því komið, að markaður fyrir vörur þeirra sé sem greiðastur
og opnastur. Hinsvegar er lífil ástæða fyrir þá að hugleiða
gagnsemi verndartolla-stefnu, því að þeir eiga engan iðnaðinn
til þess að vernda. Þess vegna er nærri því óhugsandi að á
Islandi geti um langt skeið kent nokkuð verulega þeirra
hugsana, sem yfirleitt eru kendar við »konservatisma« annars-
staðar. Þær hugsanir styðjast hvarvetna við aðrar ástæður en
fyrir eru á Islandi. Mótspyrna gegn hagfræðilegum hugmynd-
um »liberalismans« getur því á voru landi því nær eingöngu
komið frá hinni vinstri álmu stjórnmálaflokkanna — frá jafn-
aðarmönnum og kommúnistum. En þeir flokkar eru, eins og
kunnugt er, enn ungir í Iandinu og lítt þróaðir.
Af þessum ástæðum, sem hér hefur verið bent á, er senni-
legt, að grein B. B. hafi verið vel tekið og mönnum fundist
líklegt, að þar muni vera nokkuð nálægt réttu hófi farið. En
þess er vert að minnast, að hvort sem litið er til hægri eða
vinstri, þá hafa fræðimenn góð og gild rök fram að færa
gegn öllu, sem haldið er fram í greininni. Hagfræðin er sem
sé ekki enn hnitmiðuð (exact) vísindi. »Lögmál« hennar eru
ekki tryggari en það, að fræðimönnunum sjálfum kemur aldrei
saman um hvernig eigi að orða þau.
Nú er það ekki tilætlun mín að gera nokkura tilraun til
þess að segja frá skoðunum þeirra — til hægri handar eða
vinstri, — sem öðruvísi líta á hagfræðileg efni en gert er í
þessari ritgerð, sem vitnað hefur verið til. Hinu leikur mér
meiri hugur á, að skýra frá skoðunum manna, sem þannig
líta á sem allur hinn fræðimannlegi reipdráttur milli »kon-