Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 122
102
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
og Iemja sig, þangað til blóðið lagaði úr honum . . . Við
heyrðum jafnvel hljóðin heim til okkar. . . . Seinna skarst
lögreglan í leikinn. . . . Æ! Æ! vesalings Teodoro! Hvílíkur
svipur! Sástu hvaða svip hann setti upp? Hann bjóst víst
ekki við þessu, hann vesalings Teodoro! Hann bjóst víst
ekki við því!«
Hann hélt áfram að hlæja eins og fábjáni. Eg fyrir mitt
leyti var að sálast úr angist. Alt í einu hætti hann þó að
hlæja. Tveir óhreinir táralækir runnu undan gleraugunum
niður kinnar hans.
0! augun! Hvílík kvöl, þegar ég drekk!*
Hann lyfti aftur þessum hræðilegu, grænu gleraugum og ég
sá aftur alt þetta afmyndaða andlit, sem líktist skepnu, sem
búið er að flá, rautt eins og afturhlutinn á sumurn öpum í
búrum. Eg sá aftur þessi þjáningarfullu augu, öll í sárum.
Eg sá aftur handahreyfingarnar, þegar hann þrýsti tuskunni á
augnalokin.
»Eg verð að fara«, sagði ég, »ég er naumur fyrir*.
»]æja, við skulum þá fara. Bíddu augnablik«.
Hann fór að leita að peningum í vösum sínum. Eg borg-
aði. Við stóðum á fætur og fórum út. Hann leiddi mig aftur.
Maður hefði getað haldið, að hann vildi ekki sleppa mér
aftur alt kvöldið. Hann hló sífelt eins og fábjáni. Og ég varð
var við, að aftur varð hann gripinn af sömu æsingunni og
hafði komið yfir hann áður, eins og hann vildi segja eitthvað,
en þyrði það ekki og skammaðist sín fyrir það.
»En hvað kvöldið er fallegt*, sagði hann.
Og hann hló krampakendan hlátur, eins og hann hafði
gert í fyrra skiftið.
Alt í einu bætti hann við með svipaðri áreynslu og maður,
sem stamar og rekur í vörðurnar:
»Lánaðu mér fimm lírur. Eg skal borga þér þær aftur.
Hann var niðurlútur og huldi andlit sitt undir hattbarðinu.
Við námum staðar. Ég stakk fimm lírunum í skjálfandi
hönd hans. Jafnskjótt snéri hann sér við, flúði í burtu og
hvarf út í myrkrið.
Ó! herra, hvílík eymd! Maðurinn, sem er ofurseldur lest-
inum, maðurinn, sem berst um í klóm lastarins, og finnur að