Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 52
32
KONAN Á KLETTINUM
EIMREIÐIN
— Hún Hildur, hún á heima þarna í kofanum með rauða
þakinu. Eg hef heyrt að hún væri eitthvað rugluð, kerlingin,
annars er þetta bezta skinn og gerir engum neitt — segir
maðurinn. Og þau halda áfram út með fjörunni, og takthljóðið
frá fótatökum þeirra óskýrist smátt og smátt við fjarlægðina
og heyrist brátt ekki lengur. — —
Konan á klettinum situr kyr og horfir út í óendanleikann.
Langt — langt inni í þoku minninganna er lítil stúlka með
blá augu og gullna lokka, á stuttum kjól. Hún á heima inni
í dalnum, þar sem er svo gaman að leika sér að leggjum og
skeljum, innan um ilmandi grængresi sumarsins og renna sér
á skautum, skíðum og sleðum á veturna. Börnin eru svo glöð
og kát, þó þau jafnvel séu umkomulaus. Og lítil stúlka hugsar
ekki um, að enginn hafi óskað eftir tilveru hennar. Hún
hugsar ekki um móður, sem er dáin fyrir hennar minni og
ekki um þann föður, sem enginn þykist vita hver er og aldrei
hefur viljað kannast við hana. En hún grætur af því, að hann
Oli var að renna sér á sleðanum hennar og braut hann. En
Óli er sonur húsbóndans og gefur henni nýjan sleða, því
hann er góður drengur, og honum þykir vænt um hana. Og
hún hleypur upp um háls hans og kyssir hann fyrir sleðann.
— — Svo koma eyður í minninguna. — Dagar sem alveg
hafa týnst. — — Þarna kemur svo ferming. — — Nýr söðull
frá fóstra hennar og hringur með plötu, sem grafið er á H.
Hann er frá Ola. — — Svo er hún alt í einu fullorðin stúlka.
— — Hér kemur jarðarför. Það er fóstri hennar, sem er bor-
inn til grafar. — Margir menn í bláum vaðmálsfötum og kon-
ur með slegin sjöl, á skóm úr sauðskinni. — — Söknuður.
------Eyða í minninguna. — Ekkert markvert. — Og þó.---------
Nú er hún gift kona. Maðurinn hennar heitir Ólafur. Það
er hann Óli, sem hún hafði æfinlega haldið að væri bara
bróðir hennar. — — Svo hann var þá ekki bróðir hennar?
— — Þau búa í Hvammi, þar sem þau bæði hafa alist upp.
— — Jú, hann elskar hana. — — Hún finnur það svo vel,
að hvar sem hún er, þá er það andi hans, sem vakir yfir
henni og blessar hana. En það er svo skrítið, að hann skuli
ækki bara vera bróðir hennar. — —