Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EiMREIÐIN
tökin, en viljandi raskar það ekki stöðugu gengi, án þess að
svíkja sinn aðal-tilgang. Það er nú deilt um, hvort Danir hafi
gert sig seka í viljandi gengisbreytingu, er krónan féll þar í
janúarlok yfirstandandi árs. Þeim hefur verið borið það á
brýn og álasað fyrir að hafa farið rangt að. En jafnvel þótt
danska stjórnin hafi gert gengisbreytinguna viljandi, má vel
vera að hún hafi einnig um leið séð fram á, að gengisfall
hefði orðið óumflýjanlegt hvort sem var.
Að vega- og brúagerð var, sem vænta mátti, unnið mun
minna árið 1932 en árin undanfarandi. Lokið var við Vaðla-
„ ,, heiðar-akveginn og byrjað á veginum yfir
verkleqar
framkvæmdir. Holtavörðuheiði. Er þetta hvorttveggja á aðal-
vegarlínunni til Norður- og Austurlandsins,
sem að sjálfsögðu ber að leggja mesta áherzlu á að lúka til
fulls. Þá var og lokið við að gera bílfært yfir Miðdalsháls á
milli Mýrasýslu og Dalasýslu, og auk þess lagðir smávegar-
kaflar hingað og þangað. Fjárveiting til akbrauta var 180 þús.
kr., en unnið var fyrir um 100 þús. kr. Til viðhalds vega var
varið um 360 þús. kr., í stað 6—700 þús. kr. árið áður.
Til umbóta og viðhalds á fjallvegum var varið um 20 þús. kr.
og 140 þús. kr. til sýsluvega. Brýr voru lagðar fyrir rúmar
200 þús. kr., en af því fé lagði ríkissjóður nú ekki fram
nema um 50 þús. kr., hitt var honum lánað. Brúaðar voru
Þverá, Affall og Alar í Landeyjum og árnar á Hvalfjarðar-
veginum: Laxá, Brynjudalsá og Botnsá. Landeyja-brýrnar
liggja á aðalbrautinni austur í Skaftafellssýslu. Sá vegur verður
landinu dýr, þegar hann verður orðinn fuilfær, því að auk
þessara brúa, sem reyndar eru aðeins trébrýr og kosta um
120 þús. kr., þá þarf einnig að brúa Markarfljót (um 200 þús.
kr.) og ýmsar fleiri ár, t. d. Hafursá. Þá er og á þessari leið
jökulsárbrú á Sólheimasandi, sem kostaði nær lU miljón kr.
Að lendingarbótum var fremur lítið unnið. Bryggjur fyrir
báta og smærri skip voru gerðar í Vestmannaeyjum, Grinda-
vík, Ólafsvík (lenging), Hnífsdal og Vopnafirði. Hafskipa-
bryggja var gerð í Keflavík. Vitar voru engir settir, nema
eitt ljósker á Ingólfsfirði.
Nýjar símalínur voru lagðar frá Kópaskeri að Leirhöfn og
önnur að Skinnastað, frá Sandgerði að Stafnesi og frá Kala-