Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 40
20
UM VÉLVELDI
EIMREIÐIN
veldi, lýðveldi, konungsveldi o. s. frv., er þeir hafa viljað tákna
aðaleinkenni þjóðlífsháttanna. Nú er talað um veldi hinnar
teknisku meðferðar á orku, og fullyrt er að beita verði ger-
samlega nýju viðhorfi við mikilvægi orkunýtingar til þess að
skilja tíma vora, og ef komast eigi úr þeim kröggum, sem
menn nú séu í. Scott hefur komið því í orð, er hann nefnir
>The Theory of Energy Determinants*, sem fræðimenn telja
einhverja snjallasta lausn á ráðgátu, er fram hafi komið á
vorum dögum. Með aðferð þessari er talinn fundinn nýr og
sæmilega óskeikull mælikvarði á umfang hins ytra félagslega
lífs, sem beita megi hvar sem er. Skýringar á þessari fræði-
legu hlið munu þó naumast eiga erindi í þetta rit, enda sá,
sem þetta ritar, ekki til þess fær. Hins má freista að gera
stutta grein fyrir því almenna breytta viðhorfi, sem fræðimenn
þessir vilja vekja hjá almenningi, eins og það er túlkað í
hverri ritgerðinni eftir aðra, sem út hefur verið gefin nokkurar
síðustu vikurnar.
Það vakti eftirtekt mikla víða um veröld, er höfð voru eftir
forstjóra Englandsbanka þau ummæli fyrir fáum vikum, að
örðugleikarnir, sem hann ætti við að stríða, væru svo risa-
vaxnir og takmarkalausir, að hann stæði ekki aðeins gagnvart
þeim í fullri meðvitund um vanþekking sína, heldur og blátt
áfram auðmjúkur. »Þetta er mér ofvaxið«, mælti hann. »Vér
vitum aldrei, hvort þær ráðstafanir, sem vér gerum, hafi þær
afleiðingar, sem til er ætlast*. Þetta þótti að vonum undar-
leg ummæli af manni, sem alment er talinn einn vitrasti og
færasti fjármálamaður veraldar. En ekki kemur öllum þetta á
óvænt, t. d. hér í Vesturheimi, því að hér er vaxandi van-
traust á fjármálamönnum, ekki sérstaklega vantraust á heiðar-
leik þeirra, heldur vantraust á að þeir hafi verulegt yfirlit um
þær breytingar, sem fram eru að fara. Hvað er það, sem
gerzt hefur á þessum mannsaldri, sem gerir svo erfitt fyrir
trni skilning á kreppu nútímans? Að svarinu við þeirri spurn-
ingu Ieita vélveldismennirnir.
Einfaldasta svarið, sem þeir gefa, er, að orsökin til vand-
kvæðanna sé fyrst og fremst í því falin, að í stað þess að
hafa orku í huga, er menn hugsuðu um farsæld eða líkam-
lega afkomu manna, þá hafi menn það í huga, sem keypt