Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 120
100
HLUTAFELAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
Ef til vill gerði hann meira úr þjáningum sínum, af því að
hann sá að ég hafði meðaumkun með honum, af því að loks-
ins kendi mannleg vera í brjósti um hann. Langa lengi hafði
hann ekki heyrt til raddar, sem hafði samúð með honum!
Hann gerði ef til vill meira úr þessu, til þess að auka með-
aumkun mína, til þess að heyra að minsta kosti einu sinni
huggunarorð mannlegrar veru.
»Verkjar yður mikið í þau?«
»]á, mikið«.
Hann strauk tusku mjög hægt yfir augnalokin. Því næst
lagaði hann á sér gleraugun og tæmdi annað glasið í einum
teyg. Ég drakk líka. Hann snerti flöskuna og sagði:
»Sonur minn, þetta er það eina, sem nokkurs viröi er í
heiminum«.
Ég virti hann fyrir mér. Sannarlega var ekkert það við
hann, sem minti á Ginevru, ekki einn andlitsdráttur, ekki eitt
svipbrigði, engin hreyfing, alls ekkert. Ég hugsaði með mér:
Hann er ekki pabbinn.
Hann drakk ennþá og bað um pott í viðbót. Því næst tók
hann aftur til máls:
»Ég er ánægður yfir því, að þú giftist Ginevru. Þú getur
verið ánægður líka . . . Canale-fjölskyldan er mjög heiðvirð.
Ef hún hefði ekki verið heiðvirð . . . á þessum tímum . . .«
Hann lyfti glasinu, bros hans, sem var tvírætt, gerði mig
órólegan. Hann hélt áfram:
»Já! Ginevra . . . Ginevra hefði getað gert okkur auðug,
hefðum við aðeins viljað það. Skilurðu? Þetta er ekki hægt
að segja þér berum orðum. Ekki aðeins eitt, heldur tíu, já,
iuttugu tilboð . . . Og hvílík tilboð, sonur minn!«
Ég fann að ég bliknaði upp.
»Til að mynda Altini prinz. Hann er búinn að eltast við
mig um heila eilífð. Loksins varð hann þreyttur á þessu stríði,
og kvöld nokkurt í síðastliðnum mánuði, áður en Ginevra fór
til Tivoli, lét hann kalla á mig í höll sína. Skilur þú? Hann
ætlaði að borga þrjú þúsund franka þegar í stað og koma
upp búð handa henni o. s. frv., o. s. frv. En hann fékk nei
engu að síður. Emila hefur alt af sagt: »Það er ekki þess,
sem við þörfnumst. Það er ekki þess, sem við þörfnumst. Við