Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 120

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 120
100 HLUTAFELAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN Ef til vill gerði hann meira úr þjáningum sínum, af því að hann sá að ég hafði meðaumkun með honum, af því að loks- ins kendi mannleg vera í brjósti um hann. Langa lengi hafði hann ekki heyrt til raddar, sem hafði samúð með honum! Hann gerði ef til vill meira úr þessu, til þess að auka með- aumkun mína, til þess að heyra að minsta kosti einu sinni huggunarorð mannlegrar veru. »Verkjar yður mikið í þau?« »]á, mikið«. Hann strauk tusku mjög hægt yfir augnalokin. Því næst lagaði hann á sér gleraugun og tæmdi annað glasið í einum teyg. Ég drakk líka. Hann snerti flöskuna og sagði: »Sonur minn, þetta er það eina, sem nokkurs viröi er í heiminum«. Ég virti hann fyrir mér. Sannarlega var ekkert það við hann, sem minti á Ginevru, ekki einn andlitsdráttur, ekki eitt svipbrigði, engin hreyfing, alls ekkert. Ég hugsaði með mér: Hann er ekki pabbinn. Hann drakk ennþá og bað um pott í viðbót. Því næst tók hann aftur til máls: »Ég er ánægður yfir því, að þú giftist Ginevru. Þú getur verið ánægður líka . . . Canale-fjölskyldan er mjög heiðvirð. Ef hún hefði ekki verið heiðvirð . . . á þessum tímum . . .« Hann lyfti glasinu, bros hans, sem var tvírætt, gerði mig órólegan. Hann hélt áfram: »Já! Ginevra . . . Ginevra hefði getað gert okkur auðug, hefðum við aðeins viljað það. Skilurðu? Þetta er ekki hægt að segja þér berum orðum. Ekki aðeins eitt, heldur tíu, já, iuttugu tilboð . . . Og hvílík tilboð, sonur minn!« Ég fann að ég bliknaði upp. »Til að mynda Altini prinz. Hann er búinn að eltast við mig um heila eilífð. Loksins varð hann þreyttur á þessu stríði, og kvöld nokkurt í síðastliðnum mánuði, áður en Ginevra fór til Tivoli, lét hann kalla á mig í höll sína. Skilur þú? Hann ætlaði að borga þrjú þúsund franka þegar í stað og koma upp búð handa henni o. s. frv., o. s. frv. En hann fékk nei engu að síður. Emila hefur alt af sagt: »Það er ekki þess, sem við þörfnumst. Það er ekki þess, sem við þörfnumst. Við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.