Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 27
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
7
Þess ber að gæta, að þessar tölur eru ekki nákvæmar,
oftast of lágar á báðar hliðar, svo sem kemur í ljós, þegar
Verzlunarskýrslur Hagstofunnar koma út. — En hlutfallið
milli inn- og útflutnings þarf þó ekki að raskast fyrir það. —
Þrátt fyrir þennan hagstæða viðskiftajöfnuð, þá sér hans lít-
inn stað enn þá, vegna hinnar löku afkomu árin fyrirfarandi.
Lausaskuldir bankanna eru enn miklar. Þær voru í ársbyrjun
1932 um 8,8 milj. kr., en 7,7 milj. í árslok. Annars er nú
Skuldimar sv0> útfluttar vörur verða árlega að
og ríkið gefa 6—7 milj. kr. afgang fram yfir það, sem
innfluttar vörur kosta, til þess að hægt sé að
standa í skilum með þær greiðslur til útlanda, sem stafa af
skuldum ríkissjóðs, bankanna, bæjar- og sveitafélaga, einstakra
manna og atvinnufyrirtækja — af iðgjöldum fyrir allskonar
^VSgingar og eyðslu landsmanna á ferðum erlendis m. fl.
Til þess að geta þetta verður ríkisbúskapurinn að ganga mjög
vel, og það gerir hann því aðeins að því fjármagni, sem veitt
hefur verið inn í landið, sé svo haganlega fyrir komið, að
t*að létli og auki svo afköst landsmanna, að þeir beinlínis
9fæði á lántökunum.
Tekjuhalli varð hjá ríkissjóði árið 1932, sem nam krónum
1.256,000, að því er fjármálaráðherra skýrði frá í skýrslu sinni
til alþingis 20. febr. þ. á., við 1. umr. fjárlagafrumvarpsins
tyrif árið 1934. Einnig jukust skuldir ríkisins á árinu um
rúml. 1 i/2 miljón króna, og námu ríkisskuldirnar í árslok 1932
kr. 40,927,000 samkvæmt áðurnefndri skýrslu.
Á árinu sem leið hefur verið haldið uppi innflutningshöftum
°9 skömtun á erlendum gjaldeyri, og kann þetta að nokkru
leyti að hafa dregið úr innflutningnum fram
yfir það, sem orðið hefði annars. En ekki er
fullreynt um gagnsemi haftanna fyr en síðar,
því að þau hafa margvíslegar afleiðingar, og
ekki allar góðar. Gjaldeyrisskömtunin er gerð
hl þess að halda föstu gengi íslenzku krónunnar. Þar á bak
v'ð felst sú heilbrigða hugsun, að ein af frumskyldum eins
ríkis sé sú, að ábyrgjast þjóðinni öruggan fjárhagslegan samn-
ingsgrundvöll, sem ríkið eftir beztu getu heldur föstum.
Peningagengið er þar eitt aðalatriðið. Ríkið getur mist á því
Innflutnings-
hoft og
Sialdeyris-
skðmtun.