Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 96
76
LAUNAKJÖR OG LÍFSBARÁTTA
EIMREIDIN
taki sér vopn í hönd til að verja það ríki, sem svo fer að.
Svona löguð mál horfa öðruvísi við nú en fyrir mannsaldri,
jafnvel fám árum. — I þessum ummælum liggur ekki hótun,
heldur aðeins aðvörun við hættu, sem fram undan er, ef ekk-
ert er gert til að afstýra henni.
Það er í mörg horn að líta á þessum tímum. — Fáfróð
alþýða skilur ekki þá nauðsyn, að nú þurfi 9 bankastjóra í
Reykjavík til að stýra þrem tómum(?) bönkum, sem ríkið ber
ábyrgð á, og á aðra tylft af bankaráðsmönnum, auk útibús-
stjóra og sparisjóðsformanna. Einnig er henni það óskiljan-
legt, að eins og nú standa sakir sé þörf fyrir 2 banka (útibú)
á Isafirði og Akureyri. Fáir skilja það, að bankastjórar þurfi
meira til lífsins en aðrir menn, því eigi hefur enn borið á því,
að þeir beri ábyrgð á fé því, er þær stofnanir tapa, sem þeim
er trúað fyrir. A fleira mætti benda, þótt því sé slept að sinni.
Ef það er rétt, að einkafyrirtæki borgi þeim mönnum sín-
um, er ofarlega standa að ráðsmensku, eins vel eða jafnvel
betur en ríkið borgar mest, þá bendir það til þess, að það
ríki, sem lætur slíkt viðgangast, er æði máttvana. — Að minsta
kosti er opin leið til að skattleggja þau fyrirtæki all-mikið
meira en nú er gert. Ef þau geta borgað vinnu betur en aðrir
skattþegnar, þá þola þau skatta að sama skapi.
Vmsir látast halda því fram, að ríkið ráði ekki við neitt af
þessu, embættismenn séu ráðnir með ákveðnum kjörum og
hafi rétt til þeirra á meðan þeir gegni starfinu, og að einka-
fyrirtæki komi ríkinu ekki við að þessu leyti. En það er ekki
gott að skilja það, að sú stofnun, alþingi, sem hefur rétt til
að setja ,lög, hafi eigi rétt til að breyta þeim, þegar nauðsyn
krefur. Ég man ekki til að neinn embættismaður krefðist eldri
kjara 1919, þegar launalögunum var breytt. Erfitt er líka að
skilja það, að sú stofnun eða fyrirtæki, sem hefur rétt á að
fá alþjóðarfé að láni, sé undanþegið eftirliti alþjóðar. — En
sé það rétt, að ríkið hafi ekki rétt til að breyta neinu í þessu
efni, þá er hitt jafnvíst, að það hefur ekki máít til að halda
ríkisheildinni saman — til lengdar.
Það, sem næst liggur og mest ríður á að gera til að bæta
ástandið í landinu og til að halda ríkisheildinni saman, er, að
löggjafarvaldið geri sitt ítrasta til, að ytri lífsskilyrði mánna
geti verið sem jöfnust — álíti alla jafn réttborna — og að
þeir, sem tala og skrifa fyrir fólkið, leitist við að auka því
þor og þol, en taki ekki upp fallið merki um, að jörðin sé
»táradalur«. — Lífið er miklu fremur, eins og merkur maður
hefur orðað það, sigur og guðleg náð.
Guðmundur Árnason.