Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Side 96

Eimreiðin - 01.01.1933, Side 96
76 LAUNAKJÖR OG LÍFSBARÁTTA EIMREIDIN taki sér vopn í hönd til að verja það ríki, sem svo fer að. Svona löguð mál horfa öðruvísi við nú en fyrir mannsaldri, jafnvel fám árum. — I þessum ummælum liggur ekki hótun, heldur aðeins aðvörun við hættu, sem fram undan er, ef ekk- ert er gert til að afstýra henni. Það er í mörg horn að líta á þessum tímum. — Fáfróð alþýða skilur ekki þá nauðsyn, að nú þurfi 9 bankastjóra í Reykjavík til að stýra þrem tómum(?) bönkum, sem ríkið ber ábyrgð á, og á aðra tylft af bankaráðsmönnum, auk útibús- stjóra og sparisjóðsformanna. Einnig er henni það óskiljan- legt, að eins og nú standa sakir sé þörf fyrir 2 banka (útibú) á Isafirði og Akureyri. Fáir skilja það, að bankastjórar þurfi meira til lífsins en aðrir menn, því eigi hefur enn borið á því, að þeir beri ábyrgð á fé því, er þær stofnanir tapa, sem þeim er trúað fyrir. A fleira mætti benda, þótt því sé slept að sinni. Ef það er rétt, að einkafyrirtæki borgi þeim mönnum sín- um, er ofarlega standa að ráðsmensku, eins vel eða jafnvel betur en ríkið borgar mest, þá bendir það til þess, að það ríki, sem lætur slíkt viðgangast, er æði máttvana. — Að minsta kosti er opin leið til að skattleggja þau fyrirtæki all-mikið meira en nú er gert. Ef þau geta borgað vinnu betur en aðrir skattþegnar, þá þola þau skatta að sama skapi. Vmsir látast halda því fram, að ríkið ráði ekki við neitt af þessu, embættismenn séu ráðnir með ákveðnum kjörum og hafi rétt til þeirra á meðan þeir gegni starfinu, og að einka- fyrirtæki komi ríkinu ekki við að þessu leyti. En það er ekki gott að skilja það, að sú stofnun, alþingi, sem hefur rétt til að setja ,lög, hafi eigi rétt til að breyta þeim, þegar nauðsyn krefur. Ég man ekki til að neinn embættismaður krefðist eldri kjara 1919, þegar launalögunum var breytt. Erfitt er líka að skilja það, að sú stofnun eða fyrirtæki, sem hefur rétt á að fá alþjóðarfé að láni, sé undanþegið eftirliti alþjóðar. — En sé það rétt, að ríkið hafi ekki rétt til að breyta neinu í þessu efni, þá er hitt jafnvíst, að það hefur ekki máít til að halda ríkisheildinni saman — til lengdar. Það, sem næst liggur og mest ríður á að gera til að bæta ástandið í landinu og til að halda ríkisheildinni saman, er, að löggjafarvaldið geri sitt ítrasta til, að ytri lífsskilyrði mánna geti verið sem jöfnust — álíti alla jafn réttborna — og að þeir, sem tala og skrifa fyrir fólkið, leitist við að auka því þor og þol, en taki ekki upp fallið merki um, að jörðin sé »táradalur«. — Lífið er miklu fremur, eins og merkur maður hefur orðað það, sigur og guðleg náð. Guðmundur Árnason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.