Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 66
46
ÞÁTTUR ÚR ALHEIMSLÍFFRÆÐI
EIMREIÐIN
til mannkyn. Hvað hefur orðið um allan þennan grúa fram-
liðinna? Þessu má svara með vissu. Þeir hafa numið ný lönd,
nýjar jarðstjörnur. Vor jörð er einsog »gamla landið* fyrir
sæg af jarðstjörnum, sem bygst hafa frá henni, að öllu eða
ef til vill aðeins nokkru leyti. Því miður hefur mjög mikill
fjöldi manna lifað svo gagnstætt tilgangi lífsins, að eftir dauð-
ann koma þeir fram í mannfélögum sem að öliu eru verri en
verið hefur hér á jörðu. Er af tilveru slíkra staða sprottin
trúin á helvíti. Margt fólk hefur aftur verið svo framfaralítið
í þessu lífi, að þar sem það byggir eftir dauðann, er að
mörgu mjög svipað og hér á jörðu. Hafa þó margir þar
skamma dvöl, en fara þaðan skjótt uppáviö eða niðurávið.
En þeir, sem vel hafa stefnt í lífinu hér á jörðu, koma þegar
því lýkur fljótt fram á hinum góðu stöðum, sem trúin hefur
nefnt gimlé eða himnariki. En gimlé, eða öllu heldur gimhlér,
þýðir: staður þar sem bæði er bjart og hlýtt, og er nafnið
hin fullkomna andstæða við niflhel, sem þýðir: staður þar, sem
bæði er dimt og kalt.
I sögu mannkyns vors hér á jörðu hefur margt miðað
mjög til sambands við hina verri staði, glæpamannanýlendur
jarðar vorrar, og hefur af því mikið ilt hlotist, svo að mjög
hefur orðið til tafar á framfaraleiðinni. Munu söguvísindi
framtíðarinnar rekja þau áhrif á hinn fróðlegasta hátt, og
að sínum hluta stuðla að því, að stefnt sé til sambands við
hina góðu staði. Er þeim, sem þar búa, hinn mesti hugur
á að hjálpa mönnunum til þess að koma lífinu hér á jörðu
í rétt horf, þannig að mannflutningar héðan til hinnu illu
staða geti farið æ minkandi, unz þeim lýkur alveg. En úrslita-
atriði er það í þessum efnum að byrja að átta sig á þessu,
eða að færa svo út svæði líffræði og annara náttúruvísinda,
að þau nái þar yfir, sem áður varð að láta sér nægja trú og
tilgátur. Og meðan ekki er öðru til að dreifa, fer alt af svo,
að fullkomin vantrú, alger vanþekking á því, sem svo mjög
mikið ríður á að vita, kemur í trúarinnar stað.
Kenning þessi, sem hér hefur verið nokkuð af sagt, hefur
þann kost, að jafnskjótt sem menn fást til að sinna henni og
haga rannsóknum samkvæmt því sem hún bendir til, munu
þeir ganga úr skugga um að hún er rétt.
1. febrúar 1933.
Helgi Pjeturss.