Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
Um vélveldi.
i.
Islenzkir hagfræðingar eru orðnir svo margir að tölu, að
naerri lætur að telja megi þá stétt í landinu. Flestir hafa þeir
stundað nám í Danmörku. Meðal annars virðast þeir hafa
lagt sér þar á hjarta sannmæli hins danska málsháttar um
að þögnin sé ígildi gulls. Þeir hafa stundað þögnina af svo
niikilli kostgæfni, að þjóðin hefur naumast nokkuru sinni
íengið að heyra til þessara fræðimanna sinna. I almennum
tímaritum vorum munu aðeins tvær ritgerðir hafa birzt síð-
asta áratuginn, ef ekki um allmikið lengra skeið, — sem rit-
aðar hafa verið af hagfræðingum og um hagfræðileg efni.
Meðan gengismálið var á dagskrá þjóðmálanna lét enginn
hagfræðingur það mál svo til sín taka, að nokkurum væri
kunnugt um afstöðu hans. Umræðunum á þingi, í tímaritum
°9 bókum, var haldið uppi af mönnum, sem ekki höfðu lagt
^Yrir sig hagfræði sem sérnám.
Þeir, sem vænst hafa þess, að hagfræðingar vorir létu eitt-
hvað af innstæðu þekkingar sinnar í umferð, hafa vafalaust
íagnað langri og skipulegri grein í síðustu »Eimreið« (III.—
IV. hefti, XXXVIII. ár), eftir dr. Djörn Björnsson, sem nefnd
er *Kreppan og lögmál viðskiftanna*. í ritgerð þessari er
gerð grein fyrir þeim heildarskoðunum á hagfræðilegum efn-
um, sem yfirleitt er haldið fram af fylgismönnum þeirra stjórn-
málastefna í vestrænum löndum, sem á einn eða annan veg
eru kendar við »liberalismus«. Mönnum þessum er umfram
alt ant um frjálsa verzlun, og kenna þeir allskonar óeðlileg-
um ^ömlum á verzlunarlífinu um þau vandkvæði, sem nú ríkja
um veröld víða. Fræðilega eru þeir komnir í beinan legg af
Adam Smith, og flestir þeirra mundu láta sér vel líka niður-
ags- og niðurstöðuorð B. B. um, að það sé aðeins ein leið
ær út úr ógöngum nútímans: »Áfram á vegi hins fjármagn-
^Öa fyrirkomulags viðskiftanna með lögmál þess að leiðarsleini:
falsað markaðsverð á frjálsum markaði*.
2