Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 119
EIMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
99
>Eg er ánægður*.
Hann fór aftur að hlæja, en krampakendum hlátri. Ég sá
að taugaveikleiki þjáði hann, gerði hann órólegan. Þegar við
komum að glugga, sem rauð tjöld voru fyrir, sem birtan að
innan gerði enn þá dekkri, sagði hann fljótmæltur upp úr þurru:
*Ættum við að fá okkur glas saman?«
Hann stanzaði og hélt mér kyrrum fyrir framan hurðina, í
skininu, sem varpaði rauðleitum blæ á steinana í stéttinni. Ég
Hnn að hann skalf. í birtunni sá ég í gegnum gleraugun hans
' vesæl og bólgin augu.
Eg svaraði:
*Við skulum koma inn«.
Við fórum inn í krána. Þeir fáu svallarar, sem þar voru,
sátu saman og voru að spila á spil. Við settumst í eitt hornið.
Canale bað um einn pott af rauðvíni.
Það var eins og hann hefði orðið gripinn af skyndilegri
hæsi. Þegar hann helti víninu í glösin, skalf hönd hans eins
°9 slagaveiks manns. Hann drakk út í einum teyg og helti í
9lasið í annað sinn, um leið og hann sleikti út um. Því næst
setti hann flöskuna á borðið, fór að hlæja og sagði einfeldn-
islega:
‘Það eru þrír dagar síðan ég hef bragðað vín«.
*Þrír dagar?«
>]á, þrír dagar. Ég á ekki peninga. Enginn gefur mér eyri
heima. Skilurðu? Skilurðu? Og með þessum augum, sem ég
get ég ekki unnið. Líttu á, sonur minn«.
Hann ýtti gleraugunum upp á ennið. Svipur hans breyttist
s^° mikið við það, að það var eins og hann hefði tekið af
Ser grímu. Augnalokin voru með sárum, bólgin og full af
Qreftri. Þau voru hræðileg. Augnahárin voru engin. í þessu
rauða holdi, í þessari bólgu, grilti í tvö vot augu, ákaflega
^öpur. úr þeim skein þessi djúpa og óskiljanlega depurð, sem
'rtist í augnaráði dýra, sem þjást. Viðbjóður og meðaumkun
Serðu mig hrærðan við að sjá þetta. Ég spurði:
>Finnið þér til? Finnið þér mikið til?«
. *Æ, sonur minn, hvað heldur þú! Þó að ég væri stunginn
' augun með ótal nálum, tréflísum, glerbrotum og eitruðum
Pyrnum, þá væri það ekkert samanborið við þessa þjáningu*.