Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 34
14
LÆKNAVÍSINDI NÚTÍMANS
EIMREIÐIN
lærðra stétlarbræðra minna, taldi marga uppskurði óþarfa, þar
sem nota mætti einfaldari ráð og án blóðtöku, fann engin
svör hjá kennurum mínum við vandaspurningum, sem ekki
létu Iæknis-samvizku mína í friði, og skilningur kennara minna
á þeim spurningum var oft enginn heldur. Fyrir 25 árum gerð-
ist ég sjálfstæður Iæknir og fékk undir eins ,mikið að gera
við handlækningar. En efasemdirnar héldust. Eg fór eins oft
og ég komst til á fund ýmsra snillinga í handlækningum, sótti
hvert læknaþing, las alt, sem út kom og ég náði í. Eg held
að ég hafi ekki á þessu 25 ára tímabili verið lakari hand-
læknir en þeir gerast upp og niður, og ég vona að ég hafi
aldrei gert uppskurð að ástæðulausu eða út í óvissu. En ég
stóð í stað. Ég sá afburða-skurðlækna við vinnu sína víðs-
vegar á skurðarstofum. En sjálfur hefði ég oft í níu tilfellum
af tíu ekki talið nauðsynlegt að gera nokkurn holskurð. Ég
sá auðvitað margt annað, svo sem skurðlækna, sem höfðu
ritað þykkar bækur og góðar, menn með mikinn frægðarljóma
fyrir vísindaafrek sín, og aðra, sem voru skussar með hnífinn.
Oft og mörgum sinnum var ég hissa á því hve fáir vísinda-
menn, sem létu til sín heyra í ræðu og riti, voru sama sinnis
og ég. Ég sat uppi, lamaður af orðaflaumnum, og átti engum
skilningi að fagna.
Gott og vel, þetta gat alt verið sjálfum mér að kenna. Ég
skifíi því um aðferð og fór að heimsækja mikið sótta lækna
í viðtalstímum þeirra, svo og viðurkenda og óviðurkenda
undralækna. Það, sem mér fanst mest um, var hin óskaplega
fjölbreytni í starfi lækna og aðferðum.
Lækni heimsótti ég í smábæ einum í hinum fögru Rínar-
héruðum. í viðtalsstofu hans og lækningaherbergi verður ekki
þverfótað fyrir alls konar áhöldum, af öllum mögulegum gerð-
um og stærðum. Þar eru Röntgens-áhöld, gegnhitunartæki,
háfjallasólir, Tesla straumtæki, blásólir, rafmagnsböð, fjölstreymi-
tæki og óteljandi aðrir hlutir, sem ég hef aldrei áður séð og
kann ekki einu sinni að nefna.
í viðtalsstofu annars stéttarbróður sé ég tæpast annað áhald
en hlustpípuna. Hann lætur sjúklinga sína taka loft- og sólböð
og fyrirskipar sérstakt matarhæfi. Hann neytir eingöngu jarðar-
gróðurs, er ströng jurtaæta. Börnin fimm, öll efnileg (og ekki
svo mikið sem með eina tönn skemda), eru sönnun þess, að
skoðanir hans eru réttar og hollar, að minsta kosti fyrir fjöl-
skyldu hans sjálfs.
Þriðji læknirinn, sem ég heimsæki, er rokna efnafræðingur
og meðalalæknir. Árum saman hef ég ekki heyrt önnur eins
kynstur af furðulegustu efnaformúlum né annan eins nafna-
fjölda á allskonar meðölum, nýjum og gömlum, eins og þenna