Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 35
eimreiðin
LÆKNAVÍSINDI NÚTÍMANS
ÍS
eina dag. Þessi læknir er hugvitsmaður á lyfseðla-uppskriftir,
mælir mikið með sterkum meðölum og miklum inntökum.
Fjórði læknirinn er hómópati. Eg fæ að vera með honum
1 viðtalstímunum og fara með honum í sjúkravitjanir og læri
að^ vissu leyti upp að nýju. Hingað til hef ég ekki haft mikla
tfú á smáskamtalækningum. Nú kynnist ég þeim og öðru fleiru
«1 fyrirmyndar: ítarlegri skoðun á líkamsbyggingu sjúklingsinsf
nákvæmri rannsókn á fortíð hans og sjúkdómseinkennum, sem
virðast harla smávægileg, meðferð á sjúklingnum, manninum
sjálfum, en ekki sjúkdómnum. Ósjálfrátt minnir alt þetta mig
á ýmislegt, sem ég hef lesið í ritum Hippokratesar-fylgjenda
urn listina að vera læknir.
Fimti læknirinn er fágætur maður, hygginn með afbrigðum,
þrautreyndur, sálkönnuður og sáluleiðtogi. Eg fæ líka að vera
með honum í viðtalstíma hans. Hann skrifar varla nokkurn
lyfseðil. Hann heldur mest upp á nuddlækningar, auk þess
sem hann beitir sálrænum áhrifum sínum á sjúklingana, telur
um fyrir þeim og notar jafnvel dáleiðslu. Eg hef kynst mikið
nuddlækningum, geng sjálfur stundum í nudd, en aldrei hef
e9 séð þessari lítt þektu og of lítið notuðu lækningaaðferð
beitt jafn-fimlega. Sjúklingar eru mér sýndir, sem fengið hafa
fullan bata eða eru á góðum batavegi, þó að frægir læknar
hefðu áður talið þá ólæknandi. Ég er hér vottur að krafta-
verkum í læknislistinni.
Nú mun nóg komið, en ég gæti bætt við mörgum blað-
síðum, lýst vatns-læknunum, læknunum, sem lækna marga og
þunga sjúkdóma með aðgerðum innan í nefinu, undralæknun-
uro, sem lækna með sveiflum um spjaldhrygginn o. s. frv.,
°- s. frv. Mér dettur ekki í hug að ganga fram hjá þeirri
miklu þýðingu, sem sefjan og sjálfsefjan hefur, en þessi sál-
rænu fyrirbrigði skýra ekki alt. Eitthvað er altaf eftir, og vér
komumst ekki hjá að álykta á þessa leið: Það eru til ótal
leiðir til að lækna truflanir í líffærakerfi lifandi veru, eða með
öðrum orðum sjúkdóma. Hlutverk sannra lækna er að þekkja
þessar leiðir og velja þá öruggustu og mannúðlegustu. — —
En hvernig er ástandið nú? Annars vegar eru sérfræðing-
arnir, sem oft og tíðum þekkja ekki lengur manninn eins og
hann er, líkama hans og sál, heldur aðeins það líffæri, sem
beir hafa helgað líf sitt og starf. Ég minnist hinna risavöxnu
stöðva, svo sem lækningastofnana við háskólana, og spítalanna,
þar sem læknarnir eiga stundum að sjá um þrjú hundruð eða
jafnvel fjögur hundruð rúm, eða réttara sagt þá, sem í þeim
eru, sjúklingana. Hvernig á læknunum að vera unt að gefa
sig með alúð að öllum þessum sjúklingum, kynnast fjölskyldu-
h'fi þeirra og einkalífi, umhverfi þeirra og störfum, líkamleg-