Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 25
eimreiðin
VIÐ Þ]ÓÐVEGINN
5
ekki alt undir því komið að framleiða sem mest, og sagt er
að útgerðin árið sem leið hafi verið rekin með allmiklu meiri
sparnaði og hagsýni en áður.
Síldveiðin gekk vel. Hér er yfirlit um síldarfenginn þrjú
síðustu árin:
Saltað Sérverkað í bræðslu
tn. tn. hl.
Ár 1932 . . 131,542 115,727 530,710
— 1931 . . 101,557 110,406 569,801
— 1930 . . 127,506 58,303 534,775
Auk þess var saltað af millisíld og smásíld fyrir norðan
!312 tn., og á Austfjörðum 8837 tunnur.
Arið 1931 hafði komist nokkur óreiða á fiskverzlunina,
samfara verðfalli. Hin mikla fiskframleiðsla undanfarið hafði
Afurðasal auk>ð framboðið á fiskinum, og það versta var,
1932 sumir tóku að troða fiskinum út í umboðs-
sölu. Leiddi af þessu mikið verðfall, því að fisk-
kaupmenn í Suður-Evrópu þorðu ekki að kaupa nema lítið í
einu og á lágu verði, af hræðslu við það að nýjum og ódýr-
ar> sendingum af fiski yrði dembt á markaðinn. I ársbyrjun
1932 voru óseldar fiskbirgðir með mesta móti, tæp 20 þús.
tonn, en verðið fór þó hækkandi eftir því sem á þær gekk
°9 komst upp í 47 kr. metervættin (100 kg.) í marzmánuði.
^egar framleiðsla nýja ársins tók að flytjast á markaðinn með
óreglulegu útboði, féll verðið aftur niður í 40 kr. eða því
sem nær. Fisksölusamlag það, sem áður hafði starfað, og
kelztu íslenzkir fiskframleiðendur mynduðu þá með sér sölu-
samband, og um líkt leyti steig verðið aftur upp í 47 kr. og
Var í árslok komið upp í 48—50 kr. fyrir sunnlenzkan fisk,
beztu tegund. ísfiskssala togaranna varð nokkru minni en
ár‘ð áður. Þeir fóru 194 ferðir og seldu fyrir 196,517 sterl-
ingspund (árið 1931 fóru þeir 235 ferðir og seldu fyrir
238,788 sterlingspund).
Síldarsalan gekk betur en árið á undan, er hún var í hönd-
Utu síldareinkasölunnar. Einkasalan varð gjáldþrota, sem kunn-
u9t er, og var afnumin snemma á árinu. Voru þá í ársbyrjun
1932 óseldar um 113 þúsund tunnur af síldarframleiðslu árs-
>ns 1931. En í byrjun yfirstandandi árs var seld nálega öll