Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 54
34
KONAN Á KLETTINUM
EIMREIÐIN:
strái, sem hefur fallið þarna úr einhverri sátunni, síðast þegar
bundið var. — — — Svo óskýrist myndin. — Þau eru að-
eins elskendur í faðmi næturinnar. — — —
Það á að binda í fyrramálið. Olafur kemur heim, fer niður
að húsum, ætlar líklega að athuga reiðingana eða reipin.
Hann sér elskendurna — óljóst fyrst. — — Kemur alveg að
þeim — þekkir þau. — — — Hann segir ekki eitt orð, en
fer burtu, og hún sér að hann, sem er þó svo stór og sterkur,.
riðar á fótunum. Hún ætlar að hlaupa á eftir honum, en
Steingrímur heldur í hana. Olafur hverfur heim að bænum.
— Þau kveðjast, og hún fer líka heim. Hún finnur Olaf úti
á hlaði, hann stendur þar og hallar sér upp að skemmuþilinu.
Hún sér ekkert á andliti hans, nema þjáning. — — Hún
fyllist viðbjóð á sjálfri sér. — — Hann, sem er svo góður
og göfugur. — — Hún finnur til þess alt í einu, hvað henni
þykir í raun og veru afarvænt um þennan mann. Og hún
gengur til hans og breiðir út faðminn á móti honum. —
Hann ýtir henni frá sér með hægð og segir með titrandi röddu:
— Nei, nei, Hildur. — Hvernig gaztu?
Hún biður hann með gráthreim í röddinni að vera miskunn-
saman við sig.
— Talaðu við mig. — Talaðu við mig, Olafur — biður hún.
Og þá ganga þau út á hólinn, setjast þar niður og talast við.
Hún heldur báðum höndum um annan handlegg hans og hallar
höfði sínu upp að öxl hans. Nú segir hún honum alt — alt
eins og er. — — —
Hann segir ekki neitt, en hún finnur snöggvast höfuð hans
nálgast sitt, en það er ekki nema allra snöggvast. Þá tekur
hún hendi sinni um enni hans og strýkur um hár hans, úfið
og svita stokkið.
----------Ó, Ólafur, ég veit að þú reynir að skilja mig og
fyrirgefa mér. Mér þykir vænt um þig, eins og bróður minn.
— Lofaðu mér það. — Eg finn að ég hef aldrei getað elskað
þig öðruvísi og mun aldrei geta það öðruvísi. — Vinur minn,
segir hún hljómþýtt, — dæmdu mig ekki, dæmdu mig ekki.
— Hildur, segir hann loks, — þú þarft ekki að óttast að
ég daemi þig, og ég hef í raun og veru ekkert að fyrirgefa
þér. Ég sé það svo vel, að þetta er alt mjög eðlilegt, ef ég